Childs Farm: Sólavörn sem hentar öllum börnum !

Childs Farm: Sólavörn sem hentar öllum börnum !

Í samstarfi við Childs Farm á íslandi þá fékk ég að prófa fyrir Viktor Óla nýju sólavarnirnar frá þeim,  það er nefnilega komin ný formúla sem er mikið betri heldur en sú gamla.  Margir voru óánægðir með gömlu formúluna og fannst hún ekki dreifa sér nógu vel og börn urðu eins og bláir strumpar við sundlaugarbakkan eða á ströndinni haha.

Nú hefur Childs Farm bætt formúluna sína á sólarvarnarkreminu og bætt við sólavörn í sprey formi og roll-oni.  Allar sólavarnirnar eru 50+ spf , hrinda frá sér vatni og henta viðkvæmri barnahúð.  Þær eru sérstaklega þróaðar fyrir börn sem eru með viðkvæma húð og fyrir börn sem eru gjörn á að fá exem.  Formúlan er létt og smýgur þá hratt inní húðina og auðvelt er að bera hana á óþolinmóða og hoppandi gorma.

Einnig eru þau með rakagefandi after sun krem sem gefur raka, kælir og græðir allar húðtýpur eftir sól,vind eða útiveru. Hentar öllum aldri.

Ég gæt ekki annað en mælt með þessum sólavörnum fyrir krakkana og bara líka fyrir okkur fullorðna fólkið sem erum með viðkvæma húð. Viktor Óli brann ekkert í sólinni og varð fallega brúnn.  Ég sjálf er með mjög viðkvæma húð og er mjög gjörn á að fá sólarexem og verð rauð í húðinni, ég get bara notað sérstakar týpur á sólavörnum. Ég prófaði Childs Farm sólavörnina úti á Tenerife og hún virkaði mjög vel fyrir mig á bringu og hendur þar sem ég fæ oftast sólarexem.

Mikilvægt er að verja börn gegn sólbruna og passa uppá litlu líkama þeirra fyrir sólargeislunum. Childs Farm framleiðir vandaða sólarvörn fyrir börn sem er unnin úr eins náttúrulegum efnum og kostur er. Sólvörnin hentar öllum börnum, bæði leikskólabörnum og þeim sem eru komin í grunnskóla. Það þarf að vera meðvitaður um aukaefnin sem geta falist í öðrum sólavörnum og þess vegna hentar Childs Farm vörnin mjög vel fyrir alla.

 

 

Sólarkremið er mjög létt og auðvelt að bera á litla kroppa, ég byrjaði alltaf daginn á að bera sólarkremið á Viktor Óla.  Hann hjálpaði mér líka oft að bera á sjálfan sig og fannst það alls ekki leiðinlegt.

 

Sólarvörnina í sprey forminu er enþá auðveldara að bera á,  ég tók spreyið með mér alltaf í töskuna við sundlaugarbakkann eða á ströndina. Það er svo þægilegt að geta sprey-að á þau þegar þau vilja ekki vera kjurr í öllu stuðinu og smýgur hún extra fljótt inní húðina.

 

Roll On sólarvörnin var alltaf með mér í veskinu,kerrunni eða bara name it, ótrúlega þægileg stærð fyrir sólavörn og tala ekki um að bera hana á barnið. Ég notaði hana aðalega þegar við fórum á röltið, dýragarðana og bar á þá þessa litlu staði sem eru alltaf í sólinni, t.d. andlit,axlir,eyru og hendur. Ég notaði hana líka helling á sjálfan mig,  og þá sérstaklega á axlirnar.  Roll-on sólavörnin er einnig fullkomin í leikskólahólfið !

 

3 in 1 Swim sér svo um að hreinsa burtu klór,salt og sólavörn af húð og hári þegar fjörið er búið.Fullkomið með í töskuna þegar það er skellt sér í sund eða í ferðalagið, með æðislegri jarðaberja og myntu lykt. Þetta er sápa, sjampó og hárnæring í einum brúsa.  Þvílik snild og við notuðum þessa sápu mjög mikið úti, og ég notaði hana líka á líkamann !

 

After Sun kremið hentar síðan vel þegar komið er inn og búið að  fara í sturtu og að þrífa með 3 in 1 sápunni, kremið róar,kælir og græðir húðina. Það inniheldur aloe vera, kakósmjör og shea smjör sem var fyrst notað fyrir þúsundum ára í Egyptalandi til að vernda húðina fyrir sól, hita og vindi.

 

Allar sólavarnirnar eru léttar,rakagefandi,ilmefnalausar og vatnsfráhrindandi með háum varnarstuðli. 50 spf sem ver húðina gegn UVA og UVB geislum sólarinnar.

 

Þið getið fylgst með Childs farm á facebook HÉR !

Ég mæli svo mikið með þessum sólavörnum fyrir alla krakka og fæst í flestum apótekjum, stærri Hagkaups og Krónu verslunum og Fjarðakaup . Ég mæli með að þú farir og prófir eitthvað af þessum vörum því þær eiga ekki eftir að svíkja þig og barnið þitt.

Getið fylgst með mér á instagram: hilduryrolafs og snapchat:hilduryr

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: