Childs Farm húðvörur fyrir börnin.

Childs Farm húðvörur fyrir börnin.
Færslan er ekki kostuð, en höfundur fékk vörur til þess að prufa.

Mig langar að segja ykkur frá æðislegum húðvörum sem eru frá Childs Farm. Ég kynntist þessum vörum þegar mamma mín gaf mér prufur af þeim þegar þær komu á markað hér á íslandi og ég kollféll fyrir þeim. Ég byrjaði að nota þær á Viktor Óla þegar hann var um 7-8 mánaða . Í Childs Farm vörurnar eru eingöngu notað náttúruleg innihaldsefni sem erta ekki húðina eða valda ofnæmisviðbrögðum. Húðin er stærsta líffæri líkamans og þarf þá auðvitað að hugsa vel um húðina á börnunum okkar og okkur sjálfum.  Ég hef alltaf hugsað mjög vel um húðina mína og notað réttar vörur fyrir mig og vill ég gera það sama við Viktor Óla.

Childs Farm vörurnar eru gerðar fyrir börn á öllum aldri og auðvitað getur fullorðið fólk líka notað þær, allar vörurnar hjá þeim eru 98% nátturulegar og innihalda engin slæm efni eins og paraben,steinefnarolíur,SLES eða litarefni.  Allar vörurnar eru húðlæknisfærðilega prófaðar og samþykktar sem og samþykktar af barnalæknum.

Childs Farm er margverðlaunuð, bresk hreinlætislína sem notar eingöngu náttúruleg innihaldsefni og kjarnaolíur til þess að framleiða húðvörur með mildum og dásamlega ilmandi vörur sem fara vel með hár og húð barna.

 

img_9099

Moisturiser: Það sem ég elska mest af vörunum er rakakremið frá þeim. Létt og gott rakakrem með mildri greipaldin og tee tree lykt sem hentar öllum börnum bæði með venjulega og viðkvæma húð og einnig börnum sem eru gjörn á að fá exem. 

 Rakakremið gerir húðina silkimjúka og er bæði fyrir börn og fullorðna. Ein vinkona mín á stelpu sem er með exem og þetta hefur snarvirkað á hana og það er alveg ótrúlegt. Lyktin af þessu kremi er líka ótrúlega mild og góð. Við Viktor Óli tökum tvö til þrjú kvöld í viku og hjálpumst á að bera á hvort annað, eða ég að bera á hann og hann vill fá líka fá krem í hendurnar til að setja framan í mig, haha.   Honum finnst ótrúlega gott að láta bera á sig krem og liggur sultuslakur meðan ég ber á hann. Það gerist ekki oft að hann sé kjurr. 

img_9106

Bubble bath:  Freyðisápan frá þeim er æðisleg, hentar öllum húðgerðum og er með mildri hinberjalykt sem er ótrúlega góð í baðið. Einnig til að róa litla líkamann fyrir svefninn. Börnunum ætti ekki að svíða ef froðan fer í augun en best er samt að hreinsa vel á eftir með vatni ef þetta gerist. Freyðibaðið er þannig að nóg verður af froðu en hún gerir samt húðina mjúka og fína og má alveg fara í hárið.

Viktori fannst ótrúlega skrítið þegar ég setti sápuna fyrst í baðið hjá honum og var ekkert svakalega sáttur við það, tók smá tíma fyrir hann að venjast froðunni sem var í baðinu hjá honum. Viktor Óli er algjör baðkall, eða bara elskar að vera í vatni,  hvort sem það er bað eða sund. Ef hann mætti ráða þá væri hann í baði allan daginn alla daga. Er ótrúlega ánægð með freyðisápuna og notum við hana í hvert skipti sem hann fer í bað. 

 

img_9105

Hair & Body wash:  Vá, ég hef aldrei kynnst jafn góðu shampói og þessu. Lyktin af því er líka to die for,  hún er blanda af brómberjum,lífrænu epli og argan olíu til að hreinsa extra vel og er mjög mild en ótrúlega góð. Hárið verður glansandi og silki mjúkt, Viktor Óli er með mjög fíngert hár og vaknar hann oft með hreiður aftan á kollinum, en síðan við byrjuðum að nota shampóið frá Childs Farm þá hefur hann ekki vaknað með svakalegt hreiður og flókið hár. Einnig gefur það góðan raka verndar unga húð og hár.

Margir eru hræddir að byrja að nota sápu á börnin sín en það er auðvitað val hjá fólki, hvort það vilji nota sápu á þau eða ekki,  ég fékk oft skrítið andlit þegar ég sagðist vera nota sápu á Viktor, en málið með afhverju ég byrjaði að nota sápu á hann er útaf því að hann svitnar svo svakalega í svefni og verður oft sterk svitalykt af hárinu hans. Viktor Óli elskar ekkert meira en þegar ég nudda sápunni í hárið og á allan líkaman.

 

img_9104

3 in 1 swim:  Fullkomið með í töskuna þegar það er skellt sér í sund eða í ferðalagið. 3 í 1 einni með æðislegri jarðaberja og mintu lykt.Hana má nota á líkamann og hárið og hentar fullkomlega í sundtöskuna. Þetta er sápa, sjampó og hárnæring í einum brúsa. Hún fjarlægir allan klór af líkamanum og úr hárinu.

 


 

img_8871

Sun Cream og After Sun Lotion: Þegar við fórum til Tenerife þá tók ég þessa tvennu með mér, ótrúlega góð og lyktin æðisleg.  Auðvelt var að bera hana á og ég notaði hana alltaf á Viktor Óla. Ég bar hana líka á bringuna og á andlitið á mér og ég fann hversu góð hún var, ég hitnaði ekki eins mikið í sólinni á þessum stöðum sem ég bar vörnina á mig. Það þarf ótrúlega lítið af henni til að bera á allan líkaman.

Mikilvægt er að verja börn gegn sólbruna og passa uppá litlu líkama þeirra fyrir sólargeislunum.  Childs Farm framleiðir vandaða sólarvörn fyrir börn sem er unnin úr eins náttúrulegum efnum og kostur er. Sólvörnin hentar öllum börnum, bæði leikskólabörnum og þeim sem eru komin í grunnskóla. After Sun kremið hentar síðan vel þegar komið er inn, kremið róar húðina en það inniheldur aloe vera, kakósmjör og shea smjör sem var fyrst notað fyrir þúsundum ára í Egyptalandi til að vernda húðina fyrir sól, hita og vindi.

Childs Farm sólvörnin er 50+ og verndar börnin vel fyrir hættulegum UVA- og UVB-geislum sólarinnar. Eingöngu eru notuð náttúruleg efni sem henta öllum með viðkvæma húð eða börnum með exem. Hún er rakagefandi og inniheldur sömu efni og After Sun kremið.  Það þarf að vera meðvitaður fyrir aukaefnum sem geta falist í öðrum sólavörnum og þess vegna hentar Childs Farm vörnin mjög vel fyrir alla.

Hentar ungbörnum
Hentar viðkvæmri húð og húð sem er hætt við að fá exem
Húðlæknisfræðilega prófaðar og samþykktar
Samþykktar af barnalæknum
Milt og öruggt fyrir húðina
Engin paraben, ekkert SLES, engar steinefnaolíur eða tilbúin litarefni!

img_8870

 

Childs Farm fæst í flestum apótekjum, stærri Hagkaups og Krónu verslunum , Fjarðakaup og Heimkaup.is. Ég mæli með að þú farir og prófir eitthvað af þessum vörum því þær eiga ekki eftir að svíkja þig og barnið þitt.

*Þangað til næst*

hildur

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments