Brúðkaup – hugmyndasafn

Brúðkaup – hugmyndasafn

Það styttist heldur betur í brúðkaupið okkar Halldórs. Undirbúningurinn er að komast á gott skrið aftur núna eftir smá hlé síðustu vikurnar. Fyrir svolitlu síðan bjó ég mér til smá hugmyndasafn þar sem ég ákvað að setja niður hugmyndir af litum, skrauti, þema o.þ.h. Þetta safn er endalaust að uppfærast og breyttist talsvert í upphafi þar sem ég flakkaði mjög mikið á milli hugmynda sem mér fannst koma til greina. Hægt og rólega fór safnið samt að taka á sig mynd og mótast eftir því sem að ég varð ákveðnari í hvernig ég væri að hugsa hlutina.

Langaði að deila með ykkur smá hugmyndum úr þessu safni mínu og veita þá kannski einhverjum innblástur í leiðinni.

 

 

 

 

Ef þið viljið fylgjast með mínum undirbúningi þá verð ég talsvert virk á Instagraminu mínu, endilega smellið einu follow á það – hildurhlin

 

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share: