Brjóstagjöf eftir 12 mánaða aldur

Ég hef skrifað einu sinni áður um mína reynslu af brjóstagjöf, þið finnið þá færslu hér .

Nú er Hulda að verða 17 mánaða og ennþá á brjósti. Bjóst ég einhverntímann við því að vera hér? Nei. Er ég ánægð að hafa náð svona langt? Þú getur veðjað á það, ég er stolt af sjálfri mér og því sem við höfum afrekað saman.  Þetta er búið að vera erfitt og sárt, ég er búin að fá stíflur 8 eða 9 sinnum, ég hef lítið sem ekkert farið frá henni, hún svaf uppí og bara með mig nálægt sér fyrsta árið (og þú veist hún kemur enn uppí á nóttunni eh). En þetta er búið að vera yndislegur tími. Tími sem fer brátt að enda.

2016-09-04 11.39.58

Þessi mynd er tekin í réttunum 2016 í Mývatnssveit

Það gildir mjög mikill misskilningur um að hafa svona “stórt” barn á brjósti. Fólk horfir meira á mig en þegar hún var lítil – og ég er ekki að tala um “aw sjá þetta fallega móment” heldur “nei oj er krakkinn enn á brjósti? er hún ekki byrjuð í leikskóla?” Fólk kemur með óviðeigandi og hreinlega óþolandi alhæfingar um brjóstagjöf.

Hér eru nokkrar alhæfingar sem fólk hefur látið útúr sér við mig eða aðrar konur í minni stöðu og smá fráá mér um hversu rangar þær eru;

  • “Bíddu er hún ennþá á túttunni?” – Númer 1, 2 og 3 sem ég fæ, og ég skil ekki hvernig það kemur öðru fólki við eða snertir annað fólk hversu lengi ég hef mitt barn á mínu brjósti. Já hún er ennþá á brjósti og við elskum það.
  • “Afhverju ertu enn að gefa barninu, það er engin næring í mjólkinni eftir 6 mánaða!” – Þetta er svo rangt. Börn halda áfram að njóta góðs af brjóstamjólk sem þau eldast, prótein, vítamín A, kalk og svo framvegis hætta ekkert að myndast í mjólkinni um leið og barnið verður 6 mánaða gamalt.
  • “Þú gerir það bara að verkum að enginn annar en þú getur haft barnið” – Okey, sko. Ég skal vera sú fyrsta til að viðurkenna að t.d eins og Hulda María er ótrúlega háð mér og hefur verið fra mínútu 1. Hún er bara nýfarin að geta verið annarsstaðar án þess að öskra svo hátt að það heyrist í næsta póstnúmer. En, hún er bara ungabarn. Hún þekkir ekkert annað en hlýja örugga fangið mitt og hún hefur ekki sensið til að skilja okkar ástæður fyrir hlutunum. Þau eru ekki börn lengi, þetta er ömurlegt og erfitt á meðan því stendur – en þetta stendur ekki lengi. Muniði bara að það sem er 2-3 tímar fyrir ykkur, er líf foreldrana – alltaf. Og það þurfa allir smá break stundum.
  • “Það er eignlega bara ógeðslegt þegar þau geta orðið beðið sjálf um brjóstið” – Æi nei. Bara hættu. Afhverju er óeðlilegt að börn biðji um þetta sjálf? Þetta hefur svo marga góða kosti bæði fyrir móður og barn.
  • “Þú ert bara snuð” – Og núna komum við aftur að punktinum fyrir ofan. Börn nota snuð töluvert lengur en þau eru á brjótsti oftast nær. Afhverju er það óeðlilegra að barn sé á brjósti 3 ára en sé með snuð? Hvort kom á undan í þróunninni, brjóst eða snuð?

Og þessi mynd er tekin akkúrat ári síðar, á sama stað.

Ó mínir kæru lesendur. Það er svo margt sem mig langar að segja. Byrjum á því að ég bjóst aldrei við að verða ein af þessum mömmum sem væri með barnið sitt enn á brjósti eins og hálfs árs, en nú – fyrst ég er í þessari stöðu. Þetta er svo fallegt. Þetta er heilög stund sem við Hulda María eigum saman, bara við tvær og enginn getur tekið þetta frá okkur. Hún þekkir tímann okkar, hún skilur mig þegar ég segi að núna sé kominn búbbu tími. Þegar hún er veik, þá vill hún bara búbbuna. Ef hún er döpur eða þreytt eða óróleg á einhvern hátt, þá get ég alltaf treyst á að ef hún fær búbbuna sína þá er hún ánægð, það róar hana.

19961513_10155601198744885_2164446756682248112_n

Það hefur svo oft hvarlað að mér að hætta með hana, svo oft hef ég sagt “nei ef ég fæ einu sinni enn stíflu þá hættum við þessu!” Ég gekk meiraðsegja svo langt um daginn að fjárfesta í 6000kr töflum til að þurrka mjólkina upp því ég var komin með nóg af því að fá ekki frið. En þegar á hólminn var komið þá gat ég ekki gert þetta svo töflurnar sitja enn uppí skáp. Hvorki ég né hún erum tilbúnar að gefa þetta upp a bátinn. Þó ég fái aldrei frið, þó ég sofi ekki straight í 8 tíma, þó hún bíti einstaka sinnum óvart – þetta er þess virði. Þessir 17 mánuðir sem hún hefur verið á brjósti eru bara brotabrot af lífinu okkar saman og þegear ég hugsa um það, myndi ég ekki vilja eyða því á neinn annann hátt.

18620968_10155431310479885_5806492219284861000_o

Þangað til næst!

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: