Breyttir tímar…

Breyttir tímar…

Eins og ég hef talað um á snappinu okkar að ég væri að hætta að vinna og seinasti dagurinn minn var 28.mars, að hætta í vinnu sem ég var ánægð í er mjög erfitt, yndislegur vinnustaður og æðislegt samstarfsfólk.

En lífið tekur óvæntan snúning og í staðinn tekur eitthvað meira og spennandi við.

Í september 2017 ákvað ég að stökkva út fyrir þægindaramman og skella mér í námskeið hjá Promennt,  skrifstofuskólann hjá þeim. Ég hætti mjög snemma í skóla þegar ég var yngri, eða á öðru árinu mínu í menntaskóla gafst ég upp á að vera í skóla, ég vissi ekkert hvað mér langaði að læra og ég nennti ekki að vera læra eitthvað sem ég hafi áhuga á,  auðvitað sé ég alveg eftir því að hafa hætt svona og að ég hafi ekki bara klárað þetta ung , en samt sem áður sé ég ekki eftir því (meikar það sens haha ?) .

Í dag 10 árum seinna hef ég komist að því hvað mér langar virkilega að gera, og að ég hafi virkilega metnað í að læra það.  Ég hef alltaf átt mjög erfitt með að læra og alveg síðan ég var lítil,  ég er greind með ADHD og ég var greind mjög seint eða á fyrsta árinu mínu í menntó, þeir sem vita ekki hvað ADHD er þá er það s.s. athyglisbrestur og ofvirkni,  ég á mjög erfitt með að einbeita mér og lítil hljóð trufla mig svakalega og ég á erfitt með að koma mér að verki. Athyglisbresti fylgir yfirleit gleymska og hlustuninn ekki góð, heimanám fyrir mér er sérstaklega erfitt og við skulum ekki einu sinni ræða prófin !

 

Ég kláraði skrifstofuskólann með stæl og gekk mér mjög vel í honum og þar af leiðandi fékk ég brennandi áhuga fyrir bókhaldi, eftir áramót hélt ég áfram hjá Promennt og fór í Bókhald fyrir lengra komna og kláraði ég það núna í enda mars. Bókhald fyrir lengra komna var aðeins flóknara og þurfti ég að læra mikið á stuttum tíma en að hafa aga og áhuga hjálpaði mér helling.  Þá hélt áhuginn áfram og ætla ég í haust að fara í Viðurkenna bókarann og verð ég á fullu að undirbúa mig fyrir það í sumar.

 

Ég ætla gera mitt besta að klára þetta með stæl og setja allt sem ég get í þetta nám !

 

Ég mæli með að kikja á heimasíðu Promennts – HÉR og kynna ykkur alla þá möguleiga sem þau eru með. Ef þú vilt eða getur ekki farið í skóla þá er þetta mjög sniðugt hjá promennt,  þau bjóða uppá staðarnám og fjarnám. Þannig ef þú ert út á landi eða erlendis þá getur þú tekið einhver námskeið hjá þeim.  Ég hef allavega verið rosalega ánægð hjá promennt og ánægð með sjálfan mig að drífa mig í þessu.

16 ára Hildur hefði aldrei dottið það í hug að fara í viðurkennda bókaran en hér er ég í dag og ætla klára það, og vonandi með stæl.

 

HildurÝr.jpg

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: