Færslan er ekki kostuð eða unnin í samstarfi við Brandson Design heldur borgaði höfundur vörurnar sjálfur.
Mig langar að segja ykkur frá æðislegum æfingarfatnaði sem ég keypti nú fyrr í sumar! Og áður en þið gerið ykkur einhverjar grillur – nei ég fer ekki í ræktina, ég reyni að hreyfa mig eins lítið og ég kemst upp með. Sumir kaupa ræktarföt bara útá þægindin og það er allt í góðu!
Ég rakst s.s á merki sem ber nafnið Brandson en þetta er vönduð Íslensk hönnun og urðu þau akkúrat 1 árs núna um daginn. Fötin eru innblásin af Valkyrjum og óómægad þetta eru líklega þægilegustu föt sem ég hef farið í! Ég keypti mér Brynhildr íþróttatoppinn, Brynhildr æfingarbuxurnar og Þrúðr hlýrabolinn (ég fékk mér hvítan). Ég elska rúnirnar á toppnum og buxunum og að stroffið efst á buxunum getur verið brotið niður og uppi og bæði kemur ótrúlega vel út, þó ég sé reyndar yfirleitt alltaf með stroffið alveg uppi!
Ég ætla að leyfa myndunum að tala bara.
Buxurnar og toppurinn sem ég keypti mér eru svo akkúrat á útsölu núna svo ég mæli með að fólk nýti sér afsláttinn!
Svo má ég til með að sýna ykkur nýju týpuna þeirra, Brynhildr II sem kemur í verslanir bráðum, ég hreinlega verð að eignast þessar flíkur en þær munu koma bæði í hvítu og svörtu.
Þú finnur Brandson líka á snapchat undir brandson.design
Þangað til næst!
Allar myndir eru fengnar á facebook síðu Brandson.
Author Profile

-
Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.
Latest entries
Annað2020.02.18Kveðjustund
Uncategorized2019.12.31THE DECADE CHALLENGE
Afþreying2019.12.15TIK TOK – Erum við nógu meðvituð?
Annað2019.12.06ROKK OG RÓMANTÍK ÓSKALISTI
Facebook Comments