Börnin okkar og jólasveinarnir

Hver kannast ekki við allar sjúklega fyndnu myndirnar af öskrandi börnum í fanginu á jólasveininum? Ég sá um daginn þráð á einhverri grúppu á facebook þar sem mömmur í sakleysi sínu deildu myndum af börnunum sínum skelfingu lostnum í fanginu á hinum ýmsu jólasveinum. Auðvitað allt til gamans gert – en er þetta í alvörunni fyndið? Er það í alvörunni þess virði að hræða líftóruna úr barninu þínu fyrir eina mynd eða hreinlega af því að “því á að líka við jólasveininn?”

p_SBS3b

Það er ótrúlega algengt að börn séu hrædd við jólasveina, auðvitað. Þeim er stöðugt sagt að tala ekki við ókunnuga, ekki þiggja nammi af ókunnugum NEMA það sé í kringum jólin og hann sé með hvítt skegg í rauðum fötum, þá er það okey. Sjáiði þversögnina? Hólmgeir Logi hefur alltaf verið logandi hræddur við þessa kalla – fyrst reyndi ég það sama og ég held að allir í minni stöðu hafa reynt, ég reyndi að múta honum, sagði honum að þeir væru góðir kallar og vildu bara gefa honum mandarínu blablabla. Í eitt skiptið jólin 2014 gekk þetta svo langt meiraðsegja að hann skreið undir borð gjörsamlega frávita af hræðslu á jólaballi sem við fórum á. Þá ákvað ég að taka smá pásu á því að reyna að fá hann til að sættast við jólasveininn og reyndi ekki aftur fyrr en í fyrra, en þá fórum við að hitta Jólasveinana í Dimmuborgum sem ég mæli klárlega með fyrir börn sem ekki eru hrædd við kallangana. Þetta gekk ekkert betur þá, hann vildi ekki vera þarna og þá er það á mína ábyrgð að virða það (eins pirruð og ég var því mig langaði að hitta þá en okey).

22-kids-who-are-totally-over-taking-their-photo-w-2-11993-1418094060-1_dblbig

Börnin okkar eru kannski börn, en við eigum þau ekki og við ráðum ekki yfir þeirra tilfinningum. Þetta eru litlar manneskjur með eigin hugsun og þau hafa alveg jafn mikinn rétt á að vera hrædd við jólasveininn og við höfum rétt á að vera hrædd við slöngur eða köngulær. Hvað segir það um okkur ef við prentum það í hausinn á börnunum okkar að þau eigi að virða náungann og tilfinningar annarra, en við virðum ekki þeirra, bara “af því bara”?

Ekki pína börnin þín til að gera eitthvað sem þau greinilega vilja ekki eða eru ekki tilbúin til bara fyrir fyndna mynd til að senda ættingjum eða setja á facebook.

Lead by example.
Þangað til næst!

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: