Vaiana afmælisþema

Alexandra Agla varð 8 ára þann 24. ágúst síðastliðinn. Eins og vanalega er ég mjög tímalega að skipuleggja og græja. Þetta árið valdi daman Vaiana þema sem er nýleg teiknimynd frá disney, Hawaii höfðingjadóttir sem leitast út fyrir rifið af lausn til þess að bjarga eyjunni og þorpinu sínu. Auðvitað vildi daman þetta þema í afmælið sitt, ekki var neitt til í þessu þema hér heima svo ég varð að redda mér.

Við leigðum stéttafélagsíbúð í Reykjavík fyrir hana því hana langaði svo mikið til þess að halda uppá afmæli fyrir vini og ættingja, þar sem flestir af okkar vinum og ættingjum búa fyrir sunnan fórum við að óskum dömunar.

Skreytingar:

Ég fór á Aliexpress og auðvitað fann ég mikið þar.
Pantaði 194 stk afmælissett sem innihélt, 3 stk veifur, 3 stk sett af hangandi gormi (loftskraut), 24 stk gaflar, 24 stk hnífar, 24 stk skeiðar, 24 stk diskar, 24 stk glös, 20 stk servéttur, 24 stk ýlur með Vaiana mynd, 2 stk dúkar og 20 stk gjafapokar. Kostaði mig ca. 3.700kr
Því miður er seljandinn minn hættur en sambærileg vara í linknum, hér.

Ég keypti einnig 2 stk álblöðrur með mynd af Vaiana, kostaði: 107 kr – linkur hér.
Síðan fór ég með þær í Partýbúðina í Skeifunni og þeir fylltu blöðrurnar með helíum, ásamt því þá keypti ég 6 stk, 8 ára blöðrur sem þeir fylltu með helíum allt kostaði: 2.620 kr

IMG_4347 IMG_4346

Matur:

Viðurkenni að þetta var eitt af þessum letiafmælum en ég hef aldrei haldið þannig afmæli að panta flestar veitingar. Ég bjó til heitu réttina, einnig skar ég niður grænmeti og gerði ídýfu með. Auðvitað var farið yfir matseðilinn með afmælisbarninu og hún fékk að velja hvað við myndum bjóða uppá.

Ég pantaði kökur frá Tertugallerýinu eina súkkulaði nammiköku með mynd og piparlakkrís marens.
Báðar mjög góðar mæli með, kostuðu samtals: 10.823kr

Alexandra valdi gulrótaköku í Costco sem kostaði 2.999kr

Alexandra Agla elskar kleinuhringi og það var sko ekki annað í boði en að panta kleinuhringi.
Krispy Kreme Doughnuts – Ef keyptir eru kleinuhringir hjá þeim þá er hægt að fá lánaðan stand (gjaldfrjálst) með en ég var sjálf með Vaiana stand (kostaði: 1.300kr) svo ég afþakkaði. Við buðum uppá frægu Original Glazed kleinuhringi, karamellufyllta og vanillubúðingfyllta. Við borguðum fyrir 36stk;  5.998kr
Mæli með að hafa samband við þá í gegnum facebook síðu þeirra, skjót svör og frábær þjónusta.

Annað uppáhaldið hennar Alexöndru er popp, þá sérstaklega ostapopp en það kaupum við í tonnatali og eigum alltaf til vara í búrinu til þess að alltaf sé til.
Ég hafði samband við Idnmark (Stjörnupopp) þar pantaði ég 1 kg af tyrkispepper poppi, 1 kg af ostapoppi og 1 kg af saltkaramellu poppi. Það kostaði: 4.400kr

IMG_4344

 

Afmælisgleðinni lauk ekki þarna þar sem við héldum uppá bekkjarafmælið hennar hér heima í sveitinni á þriðjudeginum eftir.

Þar buðum við uppá grillaðar pylsur, eplasafa, appelsínusafa ásamt súkkulaðitertu frá Tertugallerýinu.

Hún bað um að það yrði vatnsblöðrustríð, en þar sem það var svo kalt um daginn þrátt fyrir að veðrið lék við okkur þegar afmælið var í gangi, þá ákváðum við frekar að gera braut, þar sem þau áttu að kasta í flöskur sem við fylltum af vatni.
Blöðrurnar keypti ég á aliexpress, ég viðurkenni ég missti mig smá í kaupunum, ég keypti alveg 10 pakka af 111 vatnsblöðrum, sem gera 1.111 stk – Ég veit ég er klikk. En pakkinn kostaði: 314kr

Allir voru leystir út með smá gjöf frá Alexöndru, í pokanum þeirra var lítill Haribo hlauppoki, Vaiana lyklakippa, Vaiana blaðra og ýla (I Know I am bad).

IMG_4367

Ætla að enda færsluna með skemmtilegum myndum úr afmælinu:
IMG_4370 IMG_4397

 

Þessi færsla er ekki kostuð, undirrituð keypti allt.

Þar til næst

Facebook Comments
Share: