Útlit og líðan eftir meðgöngu

Gleðilega helgi kæru lesendur!

Ég ákvað að skrifa um þetta viðfangsefni sem við mæður könnumst allar við, eða flest allar að ég held og það er útlitið okkar eftir meðgöngu og okkar líðan. Ég hef tekið mikið eftir þessu eftir að ég átti stelpuna mína, þá bæði frá vinkonum, frænkum og ekki má þá gleyma mér sjálfri. Það að líta vel út eftir meðgöngu getur verið okkar helsta áhyggjuefni og við gleymum stundum hvað við vorum að ganga í gegnum og einnig að sú hugsun sem við höfum gagnvart okkur sjálfum hefur lúmsk áhrif á okkar andlegu heilsu.

“Ég skal komast í þessar buxur” er setning sem eflaust margar kannast við, þá annað hvort heyrt það eða hugsað það sjálfar. Það að hafa bætt á sig nokkrum aukakílóum, komnar með undirhöku, maginn lafir, húðin laus og svo margt annað er eitthvað sem við flest allar könnumst við.

Það er talað um það að konur eigi ekki að fara í megrun eftir fæðingu og þá sérstaklega ekki ef þú ert með barnið á brjósti. Þá er talað um að konur grennist mest með barnið á brjósti þar sem það brennur um 300 kaloríur á dag eitt og sér og að mjólkandi mæður léttist minnst á fyrstu 6 mánuðunum eða um 0,48 kg á viku. Þær sem gefa börnunum þurrmjólk geta hins vegar farið í svokallaða “megrun” þá útaf því að sú fæða sem þær taka inn fer ekki til barnsins.

Slit er jú líka eitthvað sem við konur hreinlega elskum, og gerum í því að sýna þau, ekki satt?? nei, raunin er nú sú að það að hafa slit er ekki talið flott(eða svo höldum við), sem ég skil ekki þar sem þetta er eitthvað sem við höfum enga stjórn á alveg eins og með blæðingar. Við það að bera barn þá tegist húðin og hún getur slitnað(gerist ekki hjá öllum), einnig hafa hormónarnir líka áhrif varðandi slitin. Maginn lafir slitinn og er það oft kallað “mömmubumban”.

Ég er þó ekki saklaus þegar kemur að andlegri heilsu og útliti eftir meðgöngu. Ég hef svo oft dregið sjálfa mig niður því ég er ekki lengur “fitt og flott” eins og ég var fyrir meðgöngu. Ég horfi á slitin mín og næstum græt því mér finnst þetta svo ljótt, húðin hangir og magavöðvarnir faldir innan við alla fituna sem ég eignaðist við allt ferlið. Þá kemur upp sú hugsun að ég sé ekki falleg, ég er of feit, ég kemst ekki í fötin mín( já það er eins og þau hafi minnkað í þvotti!) og allt er ömurlegt þá sérstaklega þar sem að ég er 25 ára einstæð móðir. Hugsa þá oft, hvað ef enginn vill mig, feitubolluna með öll slitin?

Ég fyrir meðgöngu

Ég eftir meðgöngu

Það tekur líkamann 37-42 vikur að búa til barn, og er þá ekki raunin að það taki sama tíma fyrir líkamann að ganga tilbaka?

Auðvitað er í lagi að passa það sem við borðum, borða hollann og næringarríkann mat og fá góða hreyfingu. Það er mjög gott að byrja hægt og rólega og auka svo við sig þegar lengra líður.

Munum bara að tala fallega til sjálfra okkar, segjum falleg orð og reynum eftir okkar bestu getu að draga okkur ekki sjálf niður. Það að vera með slit er merki um að við komum með fallegann einstakling inn í þennann heim og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Ef buxurnar passa ekki, þá er bara enn meiri ástæða til að kaupa nýjar og ef einhver segir okkur að við séum ekki nógu flottar eða nógu fitt, þá er sú manneskja ekki sú manneskja sem þú vilt hafa í kringum þig.

Við erum allar fallegar og við ættum að vera stoltar af okkur, við erum hetjur ! <3

 

~Ást og friður~

Íris

Facebook Comments
Share:

1 Comment

  1. Kristín
    April 8, 2017 / 9:18 pm

    Mikilvæg umræða ❤️❤️❤️
    Þú ert fallegust og flottust ❤️

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *