Uppáhalds förðunarvörur

VeganFaves

Mig langaði að segja ykkur frá þeim förðunarvörum sem eru í uppáhaldi hjá mér, eru mikið notaðar og hafa það sameiginlegt að vera bæði vegan (innihalda ekki dýraafurðir) og cruelty free (ekki gerðar prófanir á dýrum í framleiðslu).

Athugið að þó ég bendi á ákveðna vegan vöru innan vörumerkis, þýði það ekki að allar vörunar merkisins séu vegan, skoðið það því vel ef þið viljið forðast dýraafurðir. Þær dýraafurðir sem oftast leynast í förðunarvörum eru býflugnavax, ullarfita (lanolin) og karmín (rautt litarefni unnið úr bjöllum). Yfirleitt er hægt að nálgast á netinu lista yfir þær vörur innan merkis sem eru vegan friendly (vegan friendly product list).

27EA83AA5BE61E1175B93AC841627FA3_3036072_0

Mary-Lou manizer highlighter

Mjúkur og pigmentaður highlighter frá The Balm sem hentar ljósu húð minni afskaplega vel. Ég nota þessa vöru í nánast hvert einasta sinn sem ég mála mig. Ég hef þó heyrt margt gott um highlight vörurnar frá Becca og langar einnig að prófa þær. Fæst á lineup.is og coolcosiceland.is

 

INIKA-Certified-Organic-BB-Cream-Porcelain-30ml-With-Product-768x768

INIKA BB krem

Ég byrjaði að nota BB kremið frá INIKA fyrir rúmlega mánuði  síðan og hef gripið mikið í vöruna. BB kremið gefur létta til miðlungs, matta þekju og hentar mér því afskaplega vel dagsdaglega. Ég finn ekki mikið fyrir vörunni á húðinni sem að mínu mati er mikill kostur. Ég á stundum erfitt með að finna mér farða og lituð dagkrem sem henta minni ofur ljósu húð, en ljósasti liturinn heitir Porcelain og hentar mér fullkomlega. Fæst í Lyf og heilsu í Kringlunni.

shape tape concealer

Tarte shape tape hyljari

Shape tape hyljarinn frá Tarte er besti hyljari sem ég hef prófað en hann er mjög vinsæll erlendis. Endingargóður, þarf lítið af honum og auðveldur í notkun. Mér finnst best að blanda úr honum með litlum beauty blender. Fæst á tarte.com og sumum Sephora búðum.

12 hour blushTarte Amazonian clay 12-hour blush

Amazonian clay kinnalitirnir frá Tarte eru fallegir, litsterkir og endast vel á húðinni. Þeir koma í ýmsum litum og minn uppáhalds litur heitir Dazzled.

 

urba decay setting spray

Setting spray – Urban decay all nighter

Mér finnst nauðsyn að nota setting sprey þegar að ég vil að farðinn haldist ferskur og fallegur út langan dag (eða nótt!) og þykir mér þetta sprey svo sannarlega sinna því hlutverki. Fæst í Hagkaup.

 

becca backlight primer

Primer – Becca backlight priming filter

Mögulega kemur það ekki á óvart að þessi vara er í uppáhaldi hjá mér enda er vörumerkið þekkt fyrir frábæra primera og highlighter vörur. Ég elska ljómandi húð, gjörsamlega elska. Þessi primer gefur svo fallegan ljóma sem skín í gegnum allan farða sem settur er á húðina. Stundum set ég þennan primer á húðina þó ég ætli ekki að vera með neinn farða í andlitinu, því hann frískar samstundis upp á mig. Fæst í Lyf og heilsu í Kringlunni.

 

complexion rescue

BareMinerals Complexion rescue

Önnur vara sem ég gjörsamlega elska og er nú að ganga í gegnum 3. túpuna mína. Þessi vara gefur mikinn raka og er meira eins og litað gel heldur en krem. Varan gefur einnig frá sér ljóma og húðin verður dewy, hversu fallegt? Þar sem ég er með þurra húð þá hefur varan hentar mér mjög vel en þeir sem eru með olíu mikla húð gætu lent í vandræðum með endingu.

Eini ókostur vörunnar er að ljósasti liturinn, Opal 01, er samt sem áður heldur dökkur á mig, nema ég sé með brúnkukrem eða með sólkyssta húð (væri svo til í það núna). Þessi vara er því “my go to” á sumrin. Fæst í Hagkaup og Lyf og heilsu í Kringlunni.

nabla créme shadowNabla créme shadow

Ég heillast verulega að krem augnskuggum, þeir eru svo mjúkir og auðveldir í notkun. Ég er mikið fyrir jarðliti en liturinn sem ég á heitir Entropy og kemur virkilega fallega út. Bæði er hægt að nota hann í náttúrulegar farðanir eða gera úr því full glam förðun. Ég bleyti burstann minn örlítið með setting spreyi til að fá enn sterkari lit. Fæst á nola.is

 

benecos kajal

Benecos natural kajal

Þægilegir og góðir augnblýantar á góðu verði. Ég nota litinn white í vatnslínuna en hann er samt sem áður frekar ljós nude en hvítur. Einnig nota ég brúnan blýant upp við efri augnháralínuna og blanda aðeins úr honum með bursta. Mér þykir það gefa förðuninni smá extra án þess að hafa mikið fyrir því. Fæst í ýmsum apótekum.

 

dipbrow pomadeAnastasia Beverly Hills Dipbrow pomade og Tinted brow gel

Þessi tvenna klikkar ekki, ef maður gefur sér smá tíma í að kynnst vörunni og æfa sig. Ég viðurkenni að í fyrstu þurfti ég að læra að less is more enda þarf sáralítið af vörunni til að móta augabrúnirnar. Það vantar svolítið upp á þykktina í augabrúnirnar mínar og þessi vara gerir svo svo mikið fyrir þær. Fæst á nola.is

tinted brow gel

Augnbrúnagelið setur punktinn yfir i-ið, mér þykir brúnirnar verða nátturulegri þegar ég greiði yfir þær með geli, og þær haldast aldeilis vel á sínum stað. Ég nota litinn Caramel í báðum vörum.

* Athugið að allir litir í tinted brow gel eru vegan nema liturinn Auburn.

amazonian clay pallette

Tarte amazonian clay pallette

Eins og ég nefndi er ég mikið fyrir jarðliti hvað augnskugga varðar, en ég er einnig afar hrifin af því að hafa þá matta. Þessi palletta er eins og sniðin fyrir mig og gríp ég mikið í hana, bæði fyrir náttúrulega förðun og í litsterkari smokey. Uppáhalds pallettan mín eins og er.

 

Mögulega tóku þið eftir að enginn maskari er á listanum, ástæðan er sú að ég er að vinna í sér maskara færslu. Hlakka til að segja ykkur frá!

Þangað til næst

25394161_10155102685835983_63182946_n

Facebook Comments