Uppáhalds bækurnar mínar fyrir og eftir fæðingu

*Þessi færsla er ekki kostuð en höfundur fékk eina af bókunum að gjöf*

Kæru lesendur

Mig langar aðeins að segja ykkur frá mínum uppáhalds bókum sem ég á sem tengjast börnum. Þessar bækur eru um meðgöngu og þann tíma eftir að barnið fæðist. Það var talað um það við mig að verðandi mæður ættu ekki að vera að lesa of mikið af bókum um börn þar sem börnin eru öll mismunandi, en ég verð að segja að þessar bækur hafa komið mér að mjög góðum notum og það er svo margt skemmtilegt og fróðlegt sem hægt er að læra með því að glugga í þessar.

medgongubokin.jpg

Meðgöngubókin

Meðgöngubókin er heimildarit sem er skrifuð undir handleiðslu barnalæknis. Ef þú ert verðandi móðir þá er gaman að glugga í þessa bók þar sem hún inniheldur mikinn fjölda af skemmtilegum staðreyndum varðandi fóstrið, líkamann þinn á meðgöngu, líkamann og heilsu eftir meðgöngu og nýburann. Einnig er gaman að sjá hvernig fóstrið stækkar og þroskast eftir vikum og maður getur séð hvað er að gerast hverja viku fyrir sig og þá líka gullmola fyrir þig til að tækla þá örðuleika sem upp geta komið á hverri viku meðgöngunar þá í sambandi við þína andlega og líkamlegu heilsu. Allur undirbúningur fyrir litla krílið er sem sagt hér að finna. Mæli hiklaust með þessari bók fyrir verðandi mæður til að stiðjast við, hún er æði!

Fyrstu_1000_dagarnir.jpg

Fyrstu 1000 dagarnir

Þessa bók fékk ég að gjöf og ég vil gefa heilsugæslunni í mosfellsbæ stórt hrós fyrir að gefa þessa bók til allra nýrra mæðra! Það ættu fleiri heilsugæslur að taka þau til fyrirmyndar! Nei þessi bók er tær snilld! Hún fjallar um fyrstu 1000 dagana í lífi litla nýfædda barnsins. Fyrstu 2 árin í lífi barnsins eru með þeim mikilvægustu þá varðandi aðlögun þeirra á lífinu, stækkun og þroska. Hún fer yfir tímabilið frá getnaði til 2 ára aldurs og hjálpar okkur að gera þeim kleift að verða skynsamar, réttsýnar og góðar manneskjur. Hún inniheldur einnig mörg góð ráð sem hjálpa okkur foreldrum að örva barnið með það að leiðarljósi að byggja upp ástríkan og heilbrigðan einstakling. Þannig ef þú ert verðandi móðir eða nýbökuð móðir og hefur kannski ekki marga í kringum þig þá er æðislegt að eiga þessa bók sér til stuðnings.

leiktu

Leiktu við mig!

Þessi bók er í uppáhaldi hjá mér og mér finnst hún eiginlega vera “möst” að lesa þegar þú ert að fara eignast barn! Hver kannast ekki við það að vera nýbúin að eignast barn en vita ekki hvað þú getur gert til þess að þroska barnið, kunnir ekki alveg að “leika við það” eða eiga í samskiptum við. Í þessari bók eru 300 hugmyndir um leiki og fjölskyldufjöri sem hægt er að grípa í hvar og hvenær sem er. Það má til dæmis nefna hugmyndir til að dreifa huga barnsins við bleiuskiptingar, hvernig hægt er að örva nýjar hreyfigetur, leiðir til að leyfa ungbarninu að vera með í matartímum fjölskyldunar, leikir sem virkja öll skynfæri barnsins og svo mætti lengi telja! Ef þú átt ekki þessa bók þá mæli ég hiklaust með því að þú farir í næstu bókabúð og nælir þér í eitt eintak því hún er svo þess virði!

hvad-a.jpg

Hvað á barnið að heita?

Síðast en ekki síst er þessi gamla bók sem inniheldur öll helstu íslensku nöfnin sem samþykkt eru, vantar samt að uppfæra hana en hún hefur þessi helstu. Bókin er ekki einungis listi yfir nöfn heldur er hún einnig með merkingu hvers nafns og einnig staðreyndir hvað varðar nöfnin. Þar sem ég er nú í þann mund að fara skíra barnið mitt að þá er þessi bók algjörlega að bjarga mér! Ég er ekki enn samt alveg ákveðin með nafnið en hún hefur hjálpað mér þrátt fyrir það. Það sem heillaði mig mest eru staðreyndir um algengustu nöfnin í gegnum áratugi og merkingu nafnana. Þannig ef þú ert í sömu stöðu og ég að vera algjörlega tóm hvað varðar val á nafni fyrir litla barnið þitt þá gæti þessi bók hjálpað.

VOILA! Jæja þá er það komið, allar mínar uppáhalds bækur sem tengjast börnum eins og stendur og ég vona að þetta blogg geti auðveldað ykkur valið á bókum til
að lesa 🙂

En þangað til næst..

~Ást og friður~

Íris

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *