Tweezerman

Ég var svo heppin að hafa eignast Tweezerman augnhárabrettarra og plokkara.
Ég hef mikinn áhuga á förðun og förðunarvörur, ég hef alltaf átt ódýran augnhárabrettara. Látið hann nægja, svo frétti ég af Tweezerman. Verð að viðurkenna ég var rosalega spennt fyrir þessari vöru og hef verið að skoða kosti og galla. Svo fannst mér, ég verða að eignast þessar vörur.

4253_llt_kit.png1.png

Mig langar að byrja á augnhára brettaranum, hann er svo léttur og þægilegur. Hann nær öllum hárunum, með gamla augnhárbrettaranum varð ég að bretta tvisvar sinnum sem endaði kannski þannig að augnhárin voru komin í hring nánast. En einnig þá er ég með svo slétt hár sem afkrullast hratt.
Með Tweezerman er ég ekki að lenda í þessu, hann tekur öll hárin á augnlokinu og þau brettast upp ekki í hring nánast.
Svo er ekki verra að hann kemur í fallegri tösku sem fer betur með hann þegar maður er á ferðalögum.

 

Svo fékk ég plokkara, ég viðurkenni það alveg að ég er engin manneskja til að plokka sjálfa mig því ég er mjög mikil gunga. En dear oh dear heaven on earth! Þvílík snilld!
Eins og ég sagði hér að ofan þá er ég með mjög þunnt og slétt hár, sem veldur því að það er oft mjög erfitt að ná hárunum mínum. Allaveganna gekk það mjög erfiðlega með gamla plokkaranum mínum.
Þessir ná sko öllum hárum litlum, þunnum og löngum hárum. Ég er sjúklega ánægð með þennan plokkara, það sem er líka mikill kostur að þeir eru mjög léttir sem gerir það að verkum að maðu1015_r_front.pngr verður ekki eins þreyttur í höndunum við þessa leiðinlega yðju.
Nú fara hárin hratt og örugglega, minni sársauki. Hann er líka mjög beyttur, það fylgir þeim gúmmí hattur til að passa uppá bitið á plokkaranum. Ekki skemmir það fyrir að hann er til í mörgum fallegum litum. Þessum mæli ég sannarlega með og hægt er að hafa samband við söluaðila á facebook Tweezerman Ísland.

Ég er strax komin með eitt á óskalista sem mig langar í en veit ekki hvort sé komið á markað hér algjör snilld sem heitir No mess maskara guard. Nafnið segir allt sem segja þarf, þetta er græja sem maður setur undir og yfir augun á meðan maður er að setja maskaran á sig algjör snilld fyrir klaufa eins og mig sem er búin að mála mig, sem by the way tók heila eilífð og svo setja maskara sem klínist svo út um allr. “Mjög pirrandi!”.

Þetta vörumerki býður uppá svo miklu fleirri frábærar vörur sem ég hef ekki prófað enþá en væri til í að prófa. Eins og förðunarbursta, hárklippur, naglasnyrtivörur og fleirra

Þar til næst verið bless!

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *