Tannhvíttun með Mr. Blanc!

Þessi færsla er ekki kostuð. Höfundur keypti vöruna sjálfur og ákvað að skrifa um hana.

Ég hef alla tíð verið með mjög gular tennur. Á viðkvæmasta aldri þegar allar tennur eru loksins komnar og sumir fá spangir eða góm sat ég uppi með skelfilega gular tennur. Ég brosti aldrei með tönnum enda skammaðist ég mín mikið fyrir hversu gular þær voru. Þegar ég var í 10.bekk fékk ég svo tannhvíttun hjá tannlækni eftir að hann tjáði mér að ég væri með náttúrulega gult tannbein. Eins og þið getið ímyndað ykkur var þetta enn leiðinlegra þar sem ég hafði ekki valdið þessu sjálf með kaffidrykkju eða öðru. Sú tannhvíttun virkaði vissulega en entist bara visst lengi og ég fékk líka rosalegt kul og var illt í tönnunum í mörg ár eftir þetta.

Ég var búin að heyra mikið um Mr.Blanc tannhvíttun og ákvað að prófa tannkremið. Mr.Blanc er selt hjá alena.is sem er verslun sem sérhæfir sig í cruelty free snyrtivörum. Ég sé mun þó hann é ekki mikill en mér fannst tennurnar á mér vera orðnar svo rosa gular efst við tannholdið og það hefur minnkað töluvert. En tannkremið nota ég kvölds og morgna og það er mælt með að leyfa því að liggja á í 1mínútu áður en maður burstar. Svo burstar maður tennurnar með venjulegu tannkremi eftir það.

Ég ætla að skella hér inn fyrir og eftir myndum af tönnunum eftir 14 daga af stanslausri notkun (2x á dag).

20257543_10210281004207103_650914860_o

Ég viðurkenni það að ég á roooooosalega erfitt með að deila þessu með ykkur þar sem ég er mjög óörugg með tennurnar á mér en ég er líka mjög ánægð með þessa vöru og það sem hún gerði fyrir mig. Næst ætla ég að prófa tannhvíttunar strimla. Það eru til nokkrar meðferðir, 2 vikna, 4 vikna, 6 vikna og svo express. Ég er ekki enn búin að ákveða hvað ég ætla að prófa en það er efni í allt aðra færslu.

Þangað til næst, kys og kram!

ValgerðurSif.jpg

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *