Sumar Saltfiskur

Sæl Elskuleg

Ég elska Saltfisk mér þykir hann algjört lostæti. Ég veit vel að það eru ekki allir á sama máli og hreinlega þola ekki saltfisk.  En ég vona að þið gefið eftirfarandi réttum séns þvi þeir koma bragðlaukunum á óvart.

Grillaður Saltfiskur 

Hráefni:

 • Úrvatnaður saltfiskur
 • Einn hvítlaukur
 •  Steinselja, einn poki.
 • Extra Virgin ólífuolía.

Aðferð:

Merjið hvítlaukinn og blandið vel af ólífuolíunni. Saxið steinseljuna smátt og blandið saman við. Látið fiskinn liggja í leginum í góða stund, um 1-2 tíma. Grillið svo við góðan hita ekki of lengi, best rétt hlaupið.

Mér þykir gott að borða grillaða fiskinn með hvítlauksbrauði og góðu salati.

 

IMG_4076

 

Saltfiskur í ofni 

Hráefni:

 • 600 g saltfiskur, soðinn og skorinn í bita (passið að hafa fiskinn ekki of saltan)
 • 600 g kartöflur, soðnar og skornar í bita
 • 1 laukur
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 rauð paprika
 • 100 g smjör
 • 3 msk olía
 • 1 stk Gull ostur, skorinn í bita
 • 1 poki gratín ostur
 • 1 askja kokteil tómatar

Byrjið á að sjóða fiskinn í einum potti og kartöflurnar í öðrum. Skerið fiskinn og kartöflurnar í bita og leggið til hliðar.

Hakkið lauk, papriku og hvítlauk. Bræðið smjör og olíu á pönnu og mýkjið laukinn, paprikuna og hvítlaukinn. Bætið fiskinum, kartöflunum og Gull ostinum saman við. Setjið blönduna í eldfast mót, stráið gratín ostinum yfir og að lokum kokteiltómötum sem hafa verið skornir til helminga. Bakið í 15 mínútur við 180°.

fiskur102

 

Ég fékk þess uppskrift inni á ljúfmeti og lekkerheit, það er rosalega góð uppskriftar síða sem vert er að kíkja á.

 

Steiktur saltfiskur með brúnuðu kryddsmjöri

Fyrir 4–5

100 g ósaltað smjör½ fínt skorinn rauður chili

½ fínt skorinn skalottlaukur

1 msk. fínt skorinn graslaukur

rauðvínsedik, eftir smekk

4–5 falleg saltfisks-hnakkastykki, um 150 g stk.

hveiti

ólífuolía

1/2 poki klettasalat

Brúnaða smjörið (hnetusmjör): Setjið smjörið í pott og á hæsta hita. Hrærið vel í á meðan. Þegar smjörið er farið að taka dökkan lit hellið því yfir í annan pott í gegnum kaffisíu. Setjið smjörið aftur í pott og yljið upp á því, setjið fyrst chili ofan í svo skarlottulaukinn og að lokum graslaukinn. Smakkið til með salti, pipar og rauðvínsediki.

Saltfiskur: Þerrið fiskinn veltið honum upp úr hveitinu. Hellið vel af ólífuolíu í pönnu eða svo að hún nái upp að helmingshæð fisksins. Hitið olíuna þar til hún er vel heit, setjið fiskinn á pönnuna og steikið á báðum hliðum þar til hann er gullinbrúnn. Framreiðið með klettasalati og jómfrúr ólífuolíu.

Lauksulta

Fyrir 4–5

1 laukur2 msk. ólífuolía

1 msk. fínt skorin steinselja

rauðvínsedik, eftir smekk

salt og hvítur pipar, eftir smekk

Skrælið og skerið lauk í fínar skífur. Hellið olíunni í pott og setjið laukinn ofan í. Eldið við lágan hita í um 1½ tíma, eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur undir tönn. Smakkið til með ediki, salti og pipar.

Steiktar kartöflur

Fyrir 4–5

16 soðnar smáar kartöflurólífuolía til steikingar

1/4 búnt fínt skorin steinselja

salt og pipar

Skerið kartöflur til helminga, hellið vel af olíu á pönnu, raðið kartöflunum á pönnuna með sárið niður. Steikið þar til þær eru gullinbrúnar, snúið þeim þá við og kryddið með salti og pipar. Stráið svo steinselju yfir í lokinn.

Smjörsoðnar rófur

Fyrir 4–5

1 meðalstór rófa 100 g smátt skorið smjör

2 msk. fínt skorin graslaukur

salt og pipar

Skrælið rófu og skerið í í fína báta. Setjiðá pönnu með botnfylli af vatni ásamt smjöri. Eldið í 10–15 mín., eða þar til rófurnar eru orðnar mjúkar í gegn. Kryddið með salti og pipar og dreifið graslauknum yfir.

 

Þessa dýrindis uppskrift fann ég á mbl.is í vor.

Ég vona að þið njótið <3

 

ÁlfrúnElsa

 

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *