Snúður og Snælda bjarga íslenskri tungu

Þegar við fluttum til Noregs kom ekki annað til greina en að töluð yrði íslenska inn á heimilinu. Ég hafði sérstakar áhyggjur af yngsta syni mínum en hann var ekki orðinn þriggja ára þegar við fluttum. Ég óttaðist að norskan myndi yfirtaka talið hjá honum og hann myndi gleyma móðurmáli sínu. Til þess að sporna við þeirri þróunn lesum við fyrir hann íslenskar bækur á hverjum degi. Það hefur reynst vel og við tökum greinilega eftir því að orðaforðinn eykst jafnt og þétt. Fyrir stuttu drógum við fram bækurnar um Snúð og Snældu sem eru búnar að vera uppi á háalofti í kassa síðan við fluttum. Mér finnst það alltaf jafn skemmtilegar bækur þó gamlar séu. Mér finnst líka kostur að í eldri bókum er oft að finna orð sem ungt fólk (…eins og ég!) nota sjaldan og börn myndu annars ekki læra.

16011948

Í fyrra haust var hann farinn að hafa mikinn áhuga á stöfunum og ég gerði dauðaleit að bókinni um stafakarlanna eftir Bergljótu Arnalds án árangurs. Fyrir jólin var gefin út 20 ára afmælisútgáfa og vinkona mín læddi einu eintaki í jólapakkann minn mér til mikillar gleði. Við erum búin að lesa bókina af og til síðan um jólin og það er gaman að fylgjast með skilningnum aukast smátt og smátt. Ég mæli eindregið með þessari bók fyrir krakka sem eru farnir að sýna stöfunum áhuga. Með afmælisútgáfunni fylgir geisladiskur sem inniheldur 35 lög, þar á meðal eitt lag fyrir hvern staf. Sonur minn elskar þennan disk og hlustar mikið á hann, svo mikið reyndar að mér er farið að langa til að kasta honum út um gluggann …diskinum það er!

2dd4d491513ed9e873ded0f4c705fb6ce051f21f

Fyrir utan það hve góð áhrif lestur hefur á orðaforða og málskilning hjá börnum þá getur þetta verið svo mikil gæðastund. Í þjóðfélagi þar sem allt er á fleygiferð getur verið notalegt að setjast niður í litla stund og glugga í bók með börnunum sínum.

runa

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *