Sítrónuvatn og engiferskot

Flesta morgna byrja ég á því að drekka volgt sítrónu vatn og engiferskot. Viðurkenni fúslega að í sumar hef ég verið að gleyma eða sleppa því inná milli. Ajj þið þekkið þetta á sumrin fer rútínan í bull og það sem maður er vanur að gera í mataræðinu fer útum gluggan um stund og sukkið tekur við.

Volgt sítrónuvatn á tóman maga kemur meltingunni af stað. Sítrónur eru hollar og í þeim má finna meðal annars citric acid, kalk, magnesíum, C-vítamín, bioflavonoids, pectin og limonene.
Sítrónur er bakterídrepandi, veirueyðandi og styrkir ofnæmiskerfið vegna þess meðal annars að limonene hjálpar að berjast við sýkingar.

Með því að drekka volgt sítrónuvatn á tóman maga getur þú verið að auka brennsluna, skola óæskilegum efnum úr líkamanum með því að lifrin framleiðir gall sem er sýra sem meltingin okkar þarfnast. Eiginleiki sítrónuvatnsins getur komið í veg fyrir brjóstsviða eða komið í veg fyrir að verða útþanin.
Það sem sítrónuvatnið gerir fyrir ónæmiskerfið er að þær eru háar í C-vítamínum sem er gott gegn kvef. Sítrónur eru fullar af potassium sem örvar heilan og taugakerfið.
Getum fengið fallegri húð þar sem C-vítamín og önnur andoxunarefni verja húðina sem er gott gegn hrukkum og útbrotum eða bólum. C-vítamín er þekkt fyrir að drepa ýmsar bakteríur sem valda bólum og fílapennslum.

Einnig fyllir þetta orkuna, lyktin af sítrónu hreinsar einnig hugan og geta því hjálpað við að draga úr þunglyndi og kvíða.
Að auki kemur minni andfýla þar sem að sítróna lagar slæma andremmu þá slá þær á tannverk. Passa þarf samt uppá að sítrónur eru súrar og sýran í þeim gætu haft áhrif á glerunginn ef hún er ofnotuð.

Kreisti 1/2 sítrónu í stórt glas, steinarnir eru teknir frá og einnig volgavatnið bætt útí (ekki of heitt, þarf að vera drekkanlegt án þess að brenna sig).

Þetta er ávinningurinn við að drekka volgt sítrónuvatn og ekki skemmir það hvað þetta er bragðgott.

Engifer skot drekk ég svo eftir sítrónuvatnið. Engiferrót hefur verið notað í mörg ár til þess að stuðla að bættum líðan og lækningarmátt.
Það eru til margar rannsóknir sem hafa verið gerðar á henni og fundist hafa 500 virk efni sem stuðla að bættri heilsu. Þar má nefna: vatnslosandi, bólgueyðandi, blóðþunnandi og blóðþrýstingslækkandi áhrif.
Einnig hefur engiferrótin bætandi áhrif á meltinguna.
Margir rófa rótina niður sjóða í vatni og drekka yfir daginn, mér finnst best að drekka eitt stykki skot það er mjög sterkt en áhrifa mikið.
Einnig er engiferrótin góð við hálsbólgu, kvefi, flensu, bronkítis og astma. Hún hefur örvandi áhrif á blóðrásina er talin góð við handa- og fótkulda.

Venjulega hef ég keypt engifer og sett í safapressu, sett í flösku inní kæli. Þar sem við erum ekki í okkar eigin húsnæði og safapressan ofan í kassa. Finnst mér Engiferskot frá Himnesk hollusta mjög góð, þau eru ekki eins sterkt eins og þegar þú pressir sjálfur.

En vonandi njóti þið góðs af þessum ráðum.

Þar til næst!

Facebook Comments
Share: