#Segðu það upphátt

Átak Pieta samtakanna gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða er farið af stað í samvinnu við Olís. Fengu þau handboltafólk með sér í lið til að koma skilaboðunum á framfæri. Yfirskrift átaksins  er „#Segðu það upphátt“.

Það eru komnar auglýsingar í sjónvarpinu, útvarpinu og fleiri stöðum.

Hægt er að sýna stuðning með því að styrkja samtökin. Peningurinn sem safnast fer í rekstur húsnæðis, nauðsynjar og greiðslur til sérfræðinga á borð við sálfræðinga og geðhjúkrunarfræðinga.

Pieta samtökin eru góðgerðasamtök sem eru rekin af sjálfboðaliðum. Þau sinna forvarnastarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, ásamt því að styðja við aðstandendur og eftir lifendur.
Fyrirmynd Pieta er sótt til PIETA House á Írlandi, þar hefur náðst árangur í sjálfsvígsforvörnum með þeim úrræðum sem PIETA House býður einstaklingum uppá. Síðustu ár hafa samtökin fest rætur sínar í Bandaríkjunum og Ástralíu.

882835

Pieta samtökin ætla að opna sjálfsvígs- og sjálfsskaðamiðstöð að Baldursgötu 7 í Reykjavík eftir páska. Þar sem fólk í slíkum vanda getur átt kost á að fá 15 ókeypis tíma hjá sálfræðing eða geðhjúkrunarfræðing. Aðstandendur munu eiga kost á 5 ókeypis tímum.
Samtökin stefna á því að opna skjól í öllum landsfjórðungum á næstu árum. Þau standa fyrir árlegum göngum „Úr myrkri í ljósið“ á vorin og „Vetrasólstöðugöngu“ í desember.

Ég efast ekki um að það þekkja allir einhvern sem framið hefur sjálfsvíg eða valdið sjálfum sér skaða á einhvern hátt.
Fyrir mitt leyti er þetta eitthvað það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum, þegar einhver þér nákominn fellur fyrir eigin hendi. Það er erfitt fyrir alla aðstandendur.

Viðfangsefnið er viðkvæmt en mikil þörf á að vekja athygli því. Að deila áfram, fá aðstoð í gegnum sorgina og síðast en ekki síst að vera vakandi fyrir einkennum þunglyndis og vanlíðan.
Þó svo að okkar mat sé að okkar nánasta fólk hafi það gott og líði vel er það ekki alltaf raunin. En það getur verið erfitt að sjá í gegn um slíkt.

broken-heart-quotes-32

Sársaukinn er óbærilegur en sjálfsásakanirnar eru líka oft á tíðum miklar. Endalausar spurningar eins og: Hvað hefði ég geta gert betur?, Af hverju gat hann/hún ekki talað við mig? Af hverju sá ég þetta ekki? Ég hefði viljað gera allt til þess að viðkomandi hefði liði betur. Hefði ég getað verið meira til staðar?.. og svo framvegis.

Ef ég hef lært eitthvað í gegnum mína sorg þá get ég ekki breytt hinu liðna. En ég get hjálpað þeim sem eiga um sárt að binda. Því langaði mig að koma hér á framfæri mikilvægi starfsemi sem Pieta standa fyrir og þau þurfa á stuðningi okkar allra.

Margt smátt gerir eitt stórt.
Ég skora á þig! Þú getur styrkt samtökin með því að hringja:

905-5501           905-5503         905-5505             905-5510
1.000 kr.              3.000 kr.           5.000 kr.             10.000 kr.

 

Einnig er hægt að fara inná heimasíðu þeirra hér:  Gerast þar hollvinur og veit mánaðarleg fjárframlög.

Við erum að missa alltof mikið af ungum einstaklingum, alltof snemma. Með Pieta samtökunum eigum við von um að hægt sé að koma í veg fyrir sjálfsvíg og sjálfsskaða. Við getum lagt hönd á plóg og reynt að styðja við þá sem þurfa á því að halda.
Hér á landi taka 11 – 13 af hverjum 100.000 íbúum líf sitt á hverju ári.

Þar til næst!
17270941_10155122569029250_1278935942_n.jpg

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *