Óskalistinn minn

wishlist2

Færslan er ekki kostuð

Mig langar að hefja reglulegan lið um vörur sem ég er spennt fyrir, langar að eignast eða eru í pöntun og hafa það allt sameiginlegt að innihalda ekki dýraafurðir.

Ég reyni að hafa listann fjölbreyttan hverju sinni og vel þar úr snyrtivörur, fatnað og heimilisvörur en ég hef mjög gaman af því að skoða, kynna mér vörur og meta hvað gæti mögulega ratað heim til mín í framtíðinni. Ég mun blanda saman vörum sem fást á Íslandi og á erlendum netverslunum. Vona að þið hafið gaman af!

Veja skór

Ég hef lengi haft augun opin fyrir þessu skó merki sem hannar aðallega strigaskó. Hönnunin minnir á strigaskó frá merkinu New balance en þessir eru vegan. Ekki eru þó allir Veja skór vegan, en hér getið þið séð allar vegan útgáfur þeirra, og hér er skóparið sem ég heillast mest að.

Skórnir eru ekki einungis fallegir heldur flokkast Veja einnig undir sustainable fashion þar sem reynt er að nýta endurvinnanlega hluti í skógerðina, svo sem plastflöskur, gúmmí og endurunnið polyester.

Missguided kápa

Ég á ljósbleika kápu frá Missguided sem hefur reynst mér einstaklega vel. Hún er falleg, klassísk og akkúrat í sniðinu sem mér líkar. Ekki skemmir fyrir að gæðin voru betri en ég bjóst við og langar mér því aðra svipaða, í gráu. Grár er einn af mínum uppáhalds litum í fatnaði og það má segja að ég sé komið með ansi myndarlegt safn af gráum flíkum.

Prisma motta

Við Biggi keyptum okkur fyrstu íbúð okkar í maí 2017, og höfum verið að gera hana fína hægt og rólega (mjög hægt haha) en við fáum reglulega valkvíða og tökum engar hraðar ákvarðanir þegar velja á nýjar mublur eða breyta til. Þessi motta hefur þó verið á óskalistanum lengi en hún myndi sóma sér vel inn í svefnherbergi og er hægt að snúa henni við þar sem hún er ekki eins á litin sitthvoru megin. Svefnherbergi hefur helst setið á hakanum hjá okkur og myndi svona motta gera mikið fyrir rýmið.

Votch úr

Ég rambaði á þetta merki fyrir nokkrum vikum og er í sjokki hvað þetta eru fallegar vörur. Næst þegar ég versla mér úr verður Votch klárlega fyrir valinu en ég fékk þó mikinn valkvíða yfir öllu fallegu litunum sem í boði eru. Ég er rosalega skotin í þessari týpu, en hún passar við flest allt og er einfaldlega sjúklega töff. Votch hefur það að stefnu að nota endurunnin efni þegar hægt er, og eru úrin alveg laus við dýraafurðir.

Skyn Iceland Micellar cleansing water

Ég er mikill aðdáandi micellar hreinsivatna (já, ég veit bara ekki hvað það heitir á íslensku) en þar sem ég hef ekki getað fengið skýr svör um vatnið sem ég notaðist áður fyrr við (hvort það innihaldi dýraafurðir eða ei) þá hef ég verið í leit að nýju. Þessi vara er glæný hjá Skyn Iceland og fæst á nola.is. Ég mun klárlega næla mér eitt stykki.

Þar til næst!

25394161_10155102685835983_63182946_n

Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *