Litlu hlutirnir

Ein af mínum uppáhalds facebook síðum heitir LittleThings þar inni koma oft mjög skemmtilegar jákvæðir postar, hvort sem það eru blogg færslur, fréttir eða vblog (video blog).
Eftir allt sem hefur á undangengið hjá mér og minni fjölskyldu, unnustinn minn í langri spítala dvöl vegna veikinda, sleit samskiptum við móðir mína, unnustinn minn missti vinnuna sína og flutti inná tengdamömmu mína, má segja að maður er mjög þakklátur fyrir litlu hlutina!

Það að unnustinn minn missti af mjög miklu í uppvexti sonar okkar, var alltaf að fara með okkur. Honum að missa af þeim og mér að hann skyldi ekki vera á staðnum þegar þessir hlutir áttu sér stað!
Ég hef alltaf reynt að mestu getu að vera jákvæð, sagt; “þetta er nú ekki það versta!” – viðurkenni fúslega að púkinn á öxlinni byrjar að nagga í manni og reyna draga mann niður. Þá hef ég getað farið út í það að hugsa ætli ég sé að standa mig nógu vel gagnvart börnunum mínum og unnustanum mínum?
Ég vinn vaktavinnu, oft fæ ég þvílíkt samviskubit að vera vinna en ekki vera með þeim!
Er ég nógu góð mamma, en ég held ég sé ekki ein í þessarri stöðu að hugsa þetta.
En svo rakst ég inná uppáhalds facebook síðunni minni video sem ég ætla að deila með ykkur aðeins neðar og eftir það, þegar neikvæðnis púkinn læðist aftan að mér! Segi ég; “Nei Stefanía NEI þú ert nógu góð!”

 

Eftir að hafa horft á þetta video hef ég verið að taka þessa gagnrýnisrödd sem nagar mig og færa það yfir á jákvæðan hátt eins og sálfræðingurinn hennar gerði fyrir hana! Eins byrja ég að telja upp hvað ég á að vera þakklát fyrir í lífinu! Ég á 2 yndisleg börn sem ég elska meira en allt og þau elska mig! Ég á unnusta sem hefur gengið með mér niður til heljar og aftur upp á tind fjallsins! Ég er heil heilsu! Ég hef fólk í kring um mig sem þykir vænt um mig og vill allt fyrir mig gera ef ég þarf á því að halda!
Ég er mjög heppin!

Svo er annað video sem mér finnst ég verða að deila með ykkur! Það er um það þegar fólk í kring um okkur á oft til með að setja fram fáránlegar gagnrýni um okkur eins og uuu “afhverju ertu í peysu með bletti á henni?” – “hvað er að frétta? afhverju ertu svona þreytt?” og þar eftir götunum! Ef þú hefur á einhvern hátt verið gagnrýnd/ur útaf því hvernig foreldri þú er! Kíktu þá á video hér að neðan!

Þessi kona er hrein snilld og hún er sko alveg meðidda að mínu mati!
Það er hægt að skoða heilan haug af skemmtilegum video sem hún hefur búið til og verið að peppa upp foreldra! Hér er youtube síðan hennar Kristina Kuzmic

Ef þú eða eitthver í kring um þig er að gagnrýna þig! MUNDU ÞÚ ERT NÓG GÓÐ!
Ekki láta aðra draga þig niður þú átt það ekki skilið!

Þar til næst

 

Stefanía

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *