Kæri jólasveinn

Það er komið að þessu árlega á mínu heimili. Ég er búin að skrifa jólasveininum langan innkaupalista.
Mig langar að deila með ykkur hvað er á listanum svo þið getið fengið hugmyndir ef ykkur langar að senda sveinka hugmyndir.
Ég er frekar tímanlega í því svo hann hafi tíma til að fá gjafirnar sendar sem dæmi frá Kína eða annar staðar að ef hann finnur það.
Ég á tvö börn með mjög nokkru aldursbili, bæði stelpu og strák. Ég reyni að finna sniðuga hluti sem hæfa þeirra aldri og áhuga.

Alexandra Agla er 8 ára, áhuginn hennar liggur í Playmobil, föndri, gervinöglum (úff það er að koma að þessu snyrtitímabili, ég er svo ekki tilbúin í þetta!) svo auðvita þetta klassíska Lego Friends, Pony og Shopkins.

Sigurjón Egill er 2 ára að verða 3 ára í janúar, áhugasvið hans snýr meira að hlutum eins og bílum, dráttarvélum, vinnuvélum en hann hefur líka gaman að Hvolpasveitinni og lita. Hann er samt mjög upptekinn af því að gera eins og systir sín, þess vegna ákvað ég að reyna finna eitthvað sem er eins fyrir þau bæði.

Hér kemur listinn af því sem ég sendi jólasveininum og verðið.

Free-Shipping-My-Little-Pony-Temporary-Tattoo-Kids-Fake-Tatoo-Body-Art-Arm-Paste-ACG73-Child.jpg_640x640Þetta er tímabundið húðflúr sem öll börn elska, ég keypti Pony og Hvolpasveitina. Eitt spjald kostar 63 kr – Hér

gormurGormar eru alltaf skemmtilegir sérstaklega þegar það er stigi á heimilinu. Tveir í pakka 153 kr – Hér

free-shipping-10-Sheets-lot-3D-Puffy-Bubble-Stickers-Mixed-Cartoon-Cars-Waterpoof-DIY-Children-KidsAllir hafa gaman af límmiðum og þeir eru í til í tonnatali á Aliexpress – 10 spjöld á 185 kr – Hér

Drawing-Tools-Kids-Child-Magic-2-in-1-UV-Black-Light-Combo-Creative-Invisible-Ink-Pen.jpg_640x640Þetta eru mjög skemmtilegir pennar. Frábærir fyrir ungar dömur með leyndarmál. Þeir skrifa og  það sést ekki nema með sérstöku ljósi sem er á pennanum. Kostar 79 kr – Hér

 

Felizever-36PCS-Self-ink-Stamps-Kids-Party-Favors-Event-Supplies-for-Birthday-Party-Toys-Boy-GirlMér fannst þetta mjög sniðug hugmynd. Stimplar, viðurkenni veit ekki hvað ég á að gera við 36 stk sem kosta 1.153 kr eða 32 kr/stk – Hér

1pc-Drawing-Sketchbook-Paper-DIY-Scratchbook-Scratch-Stickers-Kids-Toy-Wooden-Boy-s-Scraping-Painting-Learning
Þessi teikniblokk er mjög skemmtileg. Það á að skrapa svarta (eins og happaþrennu) svo koma litrík mynstur í ljós. Kostar 155 kr – Hér

5pcs-lot-Cute-Sticky-Toy-Novelty-Item-for-Joy-Sticky-Hands-PARTY-FAVORS-GIFT-BAGS-Red.jpg_640x640Hver hefur ekki gaman af slímhendi eða leyfa krökkunum að stríða sér smá? Kostar 5 í pakka 137 kr – Hér

51F6ilXeyFL._SY355_Kinetic sandur, ótrúlega sniðugur leirsandur fyrir alla aldurshópa og litríkur. Pokinn kostar 1.382 kr  – Hér

91BWhi1vA2L._SY550_
Playmobil er alltaf sniðug hugmynd. Kostar 416 kr – Hér

2pcs-lot-Colorful-LED-Wigs-Glowing-Flash-LED-Hair-Braid-Clip-Hairpin-Decoration-Ligth-Up-Show.jpg_640x640Hárklemma með ljósi, breytir um lit. Sniðugt fyrir t.d. áramótagreiðsluna. Kostar 2 í pakka 174 kr – Hér

8CM-my-rainbow-horse-toys-decoration-PVC-Figures-Toy-Kids-Doll-colourful-model-girl-s-Christmas.jpg_640x6408 cm Pony hestur. Kostar 433 kr – Hér

914Xj+7z8LL._SY355_Hatchimals, þessi egg eru rosalega vinsæl hjá krökkunum. Kostar 694 kr –Hér

814NqAbGKWL._SY355_Föndur, búa til armbönd. Kostar 833 kr – Hér

71YoyW3BLWL._SY550_Jóla Hama perlur. Kostar 1.168 kr – Hér

71arg7Gf0EL._SY355_Shopkins fígúrur. Kostar 1.389 kr – Hér

For-Kids-Children-Girl-New-12pieces-Colorful-3D-Fashion-Cute-Style-Plastic-Art-Short-Fake-False.jpg_640x640Gervineglur fyrir ungar dömur. Pakkinn kostar 158 kr – Hér

Hot-Wheels-Kids-Toys-for-Children-Pop-Christmas-Gift-Classic-Toys-Kids-Child-Baby-Boy-Disassembly.jpg_640x640
Jeppi sem hægt er að skrúfa í sundur og saman. Kostar 396 kr – Hér

 2016-New-29X19cm-Children-baby-toy-Water-Drawing-Painting-Writing-Mat-Board-Magic-Pen-Doodle-Toy.jpg_640x640Teiknimotta, fyllir pennann af vatni og býrð til listaverk. Svo hverfur listaverkið þegar mottan þornar, svo má búa til nýtt verk. Kostar 262 kr – Hér

5PCS-Set-1-64-Diecasts-Alloy-Model-Car-Suit-Army-City-Fire-Engine-Boy-Toy-Car.jpg_640x640Bílar 5 stykki í pakka, hægt að velja um her-, lögreglu-, sjúkra- eða slökkvuliðs þema. Kostar 1.157 kr – Hér

41LaW+0YIGL._SY355_Bílar með aftanívagn, sem er í uppáhaldi hjá Sigurjóni. Kostar 245 kr – Hér

71S7EByDsLL._SY355_Form fyrir Kinetic sandinn. Kostar 278 kr – Hér

81dk4CqUG8L._SX355_
Hama perlur, bílaþema. Pakkinn kostar 1.648 kr – Hér

51zYr7WQ8yL._SY355_
Stórar hama perlur, bílamunstur. Kostar 834 kr – Hér

81ztr14uvxL._SY550_Byrjenda litir, sem má þrífa auðveldlega af og þeir eru með sérstökum hringlóttum enda sem þrýstist ekki inn ef teiknað er of fast. Pakkinn kostar 319 kr – Hér

Verðin sem ég setti fyrir jólasveininn er miðað við gengi þann 24. október 2017. Sendingagjald og tollur er ekki innifalinn í verðinu fyrir jólasveininn. Ég benti honum á að ef hann ætlar að panta frá Amazon er ódýrara að panta allt í einu því þá er sendingarkostnaðurinn minni eða oft ókeypis ef keypt er fyrir meira en 20 pund.

Vona að þetta komi að góðum notum fyrir Jólasveininn endilega ef þið hafið fleirri hugmyndir fyrir jólasveininn setjið það í athugasemd hér fyrir neðan.

Þar til næst!

17270941_10155122569029250_1278935942_n

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *