Innanhús hugleiðingar.

Það hefur varla farið framhjá neinum að ég var að kaupa mér einbýlishús í Búðardal.
Verð að viðurkenna að þessi kaup komu skyndilega uppá og kaupferlið var mjög hratt. Tók alveg heilar tvær vikur frá því að við skoðuðum húsið og þar til við gengum frá kaupsamningi.

Þegar þetta er skrifað erum við ekki búin að fá húsið afhent. Hausinn á mér er á milljón allan daginn, kannski er það bara eðlilegt enda mörgu sem þarf að huga að.

Gólfefnin hafa verið mér mikils mál. Við ætlum að skipta um parket, ætlum þó að halda parketinu í svefnherbergjunum í bili. Parketið í svefnherbergjunum er gultóna en það fær að fjúka þegar við höfum meiri pening til. En allt kostar þetta peninga…..
Mig langar í ljóst harðparket, því húsgögnin okkar eru hvítt, svört og dökk grá.

28768699_10154993685201292_139169230_o 28942579_10154996558531292_1776140231_o
Hér er ljós grátt en meira brúntónn í því. Þriggja planka munstir.

28879080_10154996558796292_168757821_o 28767968_10154993679206292_1229818241_o

Þessi týpa er meira hvítt, einn planki á hverri plötu gefur meira flæði.

28811049_10154996559021292_1761044451_o 28822069_10154993680071292_2088598494_o
Þriðja og síðasta sem mér finnst flott er meira út í grátt en það er með tveggja planka munstri.

Við ætlum að flísaleggja þvottarhúsið og forstofuna, stefni á því að hafa það alveg eins og svo sjá til þegar við förum í eldhúsið hvort það verði flísalagt eða parketlagt.
Ég vill hafa alveg dökkar flísar á meðan Jón vill hafa þær ljósar, en þó ekki hvítar heldur frekar ljós gráar eins og hann segir. Sjáum til hvor vinnur þann slaginn?

Hér eru dæmi um flísar sem hafa heillað:

29339912_10155023409186292_3047594809104531456_o                                 29340229_10155023183036292_9193565797044191232_o

Við erum nokkuð ákveðin í litinn á veggjunum. En mér finnst einmitt best hvað við erum bæði mjög hrifin af bláum lit og erum sammála með litaval.

Aðalliturinn á veggjum verður málarahvítt frá Kópal sem Málning selur. Sem er hvítur grátóna litur. Svo verða mögulega öll loft hvít.

Jón vill mála allt hjónaherbergið einn lit, en þar erum við ósammála ég vil hafa einn vegg í lit og hitt málarahvítt. Sjáum hver vinnur þann slag! (Leyfi ykkur að fylgjast með)
Nordsjö-Svefnherbergið-Djúpblátt                          Mystical-Paris
Þessir tveir eru rosalega mikið að heilla núna en sjáum hvað setur…..

Ætlum að leyfa krökkunum að velja litina á sín herbergi.

Meira erum við ekki búin að hugsa út í varðandi framkvæmdir eins og er.

Þið getið fylgst með okkur á snapchat: bauka

Þar til næst
17270941_10155122569029250_1278935942_n.jpg

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *