Hótel Hella

hella

 

Síðast liðnu helgi fórum við Jón á árshátíð á Hótel Hellu. Alveg ótrúlega skemmtilegt með frábærru fólki. Það skiptir miklu máli í samböndum að gera eitthvað tvö saman. Síðustu tvö ár hjá okkur höfum við alveg gleymt okkur í önnum daglegs lífs. Enda kannski ekki skrítið þar sem Jón var nánast samfleytt inná spítala í 10 mánuði og reyna svo að koma sér á fætur. Því var ég ekki lengi að þiggja boð í árshátíðarferð með vinnunni og sé sko alls ekki eftir því!

Þegar gengið er inná hótelið má sjá að það er mjög notarleg stemmning. Starfsmaður tekur á móti okkur í innritun í móttökunni, mjög vingjarnlegur og afhendir okkur lykla af herberginu okkar. Við Jón vorum í herbergi á neðri hæð en í boði eru tvær hæðir.
Hann sýnir okkur einnig hvar morgunmaturinn er borinn fram, vínsmökkunin ásamt því að kvöldmaturinn á laugardagskvöldinu.

Morgunmaturinn er framreiddur milli klukkan 8 og 10 báða morgna. Auðvitað stillir maður vekjaraklukku og fer í morgunmatinn. Morgunmaturinn er til fyrirmyndar á hótelinu. Boðið var uppá mismunandi brauðtegundir sem hægt er að rista, svo eru margskonar álegg, ostur, kjötálegg og grænmeti.
Ávaxtasafi, vatn, mjólk, kaffi og te til að skola þessu niður. Allskonar ávextir í boði melónur, ferskur ananans, appelsínur, epli og bananar.
Jógúrt, súrmjólk, morgukorn og svo mætti lengi telja góðgætið sem var á boðstólnum þessa morgna, algjör lúxus. Þó undirrituð sé nú alltaf til í egg og bacon en ekki er alltaf hægt að fá Deluxe treatment.

Herbergin voru óskaplega notaleg, tvö einbreið rúm sett saman, náttborð og skrifborð allt það helsta sem maður hefur á hótelherbergi.
Baðherbergið var heldur lítið enda þarf maður ekki að vera fastur saman alla stundir og hægt að leyfa hvort öðru að eiga smá einveru stundar á salerninu þó það nú væri!
hahahah vill taka það fram að undirrituð stundar það alls ekki að fara saman á salernið þó það hljómi þannig hér.

IMG_2079.JPG

Vínsmökkunin var æði, hef ekki farið í svoleiðis hérlendis en prufað það einu sinni erlendis.
Þetta var alveg frábær skemmtun, hér var ekki þessi hefðbundna sopi og skirpa, hér fór sko ekkert til spillis. Hver einasti sopi var drukkinn því ekkert skal fara til spillis, þið vitið matarsóun og það allt.
Eigandinn sjálfur sá um vínkynninguna og skeinka í glösin, hann var mjög rausnarlegur að skeinka í glösin.
Alls fengum við að smakka 6 vín, þrjár tegundir af hvítvíni og þrjár tegundir af rauðvíni.
Verð nú að viðurkenna að máltakið að bragðlaukarnir þroskast með árunum átti vel við. Þar sem undirrituð hafði hér á árum áður drukkið bara hvítvín og helst hafa það dýsætt en núna átti ég í mestum makindum að koma hvítvíninu ofan í mig en rauðvínsglösin runnu ljúft niður hvað eftir annað.

Kvöldmaturinn var 5 rétta, þvílík og önnur eins veisla það hefði mátt halda að við vorum á 5 stjörnu hóteli.Matseðillinn hljómar svona!
– Fyrstu rétturinn var frekar í minni kanntinum enda kallaður á ensku appeticer, um var að ræða Amousse, eggaldin og rækjur í kryddlegi. Frekar lítill sem við fengum sem olli smá hugarangri.
– Annar rétturinn Mallroa salat á reyktum laxi, kom virkilega á óvart þar sem ég borða ekki reyktan lax að þetta virkaði bara nokkuð vel saman og var mjög gott.
– Þriðji rétturinn var Hreindýratvenna, grafið og tartar með rauðlauk á salatbeði borið fram með brauði. Hér verð ég að vera mjög hreinskilin að ég varð fyrir vonbrigðum því hópurinn okkar allaveganna fékk ekki grafið hreindýr og var ég orðin smá spennt fyrir að smakka en við fengum tartar sem var mjög gott.
– Fjórði rétturinn var Haf og Hag, Lamba French rex með humar, djúpsteikt smákartöflum með rauðkáli og grænu bauna pouré. Hér datt ég í gullið, þvílík og önnur ein veisla. Hér fengu bragðlaukarnir að syngja. Humarinn var æði og lambið alveg frábært. Ég myndi vilja fara aftur aðeins útaf þessum rétti.
– Fimmti rétturinn var Panna Cotta með hvítu súkkulaði og ávöxtum. Þetta var einnig mjög gott en fjórði rétturinn vinnur þettta allt saman.

Þessi helgi í heildinni var algjört æði, samstarfsfólkið, maturinn, vínið og fjörið. Þetta hefði ekki getað verið skemmtilegra.

Þessi pakki er til sölu hjá Hótel Hellu tveggja næturgisting, morgunverður báða daganna, vínsmökkun og kvöldverður á laugardagskveldið. Aðeins 58.900 kr fyrir tvo.

En þeir eru að bjóða uppá hópkaupstilboð sem býður uppá 49% afslætti eða 29.900kr fyrir tvo.

Þetta er nú tilvalin jólagjöf fyrir mömmu og pabba eða afa og ömmu – taka sig margir saman og gefa gjafabréf í þessa einstaka upplifun.
Eða bara stinga af tvö ein fyrir jólastessið og slaka á!

Þar til næst!

stefania

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *