Hvaða aukahlutir fyrir barnið er “möst” að eiga?

Ég ákvað að skrifa færslu um mína uppáhalds aukahluti fyrir barnið sem mér hefur fundist ég nota mest og gæti ekki hugsað mér að hafa verið án.

Þegar ég var ólétt að þá hafði ég nokkurs konar hugmynd um hvað ég þyrfti að eiga fyrir komandi barn en það voru þessir aukahlutir sem ég hafði ekki hugmynd um að myndu koma mér svona að góðum notum. Ég reyndi alltaf að “googla” hvað er gott að eiga eða hvað er möst að kaupa en það kom aldrei neinn svona listi upp sem hefði verið gott að renna yfir.

Þannig hér fáið þið minn lista af mínum uppáhalds aukahlutum sem ég tel vera möst fyrir komandi kríli 🙂

1. Ewan the dream sheep. Okey hvar ætti ég að byrja? ÞESSI KIND ER BÚIN AÐ BJARGA MÉR! haha en nei svona að öllu gríni slepptu að þá er þessi kind búin að fylgja barninu mínu frá fæðingu og hún hreint dýrkar hana! Kindin er sem sagt bangsi sem inniheldur blöndu af hljóðum og ljósi sem hefur róandi áhrif á börnin. Það eru 4 hljóð; -hjartsláttur og alvöru upptaka af hljóðum úr móðurkviði, -hjartsláttur og ryksuguhljóð, -hjartsláttur og hörputónlist og svo hjartsláttur og rigningarhljóð. Rannsóknir hafa sýnt að börn róist við það sem þau geta tengt við móðurkviðinn og því er þessi bangsa kind algjör snilld! Mæli allann daginn með

 

2.Pela sótthreinsari. Þessa græju keypti ég í Bretlandi þegar ég var í innkaupaferð fyrir barnið í Nóvember (barnið fætt í Desember). Ég keypti sem sagt pakka frá Chicco sem innihélt sótthreinsigræjuna, 8 pela og auka túttur, 1 snuð, 1 naghring, 1 pelabursta, 1 brjóstapumpu og já kostaði um 8000kr. Í stað þess að þurfa standa í að sjóða vatn, láta það kólna og láta svo pelana og snuðin liggja þar í guð má vita langann tíma að þá eina sem þú þarft að gera er að setja 150ml af vatni í botninn og ýta á “on” takkann og VOILA 🙂3.Bumboo stóll. Ég sá nú erlenda grein um daginn þar sem talað var um að bumboo stóllinn væri óþarfa aukahlutur sem verðandi mæður kaupa en ég get bara alls ekki verið sammála því, því að ég hef notað þennann stól óspart og hann kemur í veg fyrir það að ég hefði þurft að beygja mig alltaf að barninu mínu sem hefði þá bara verið í ömmustól til að gefa henni graut því hún var of lítil til að sytja í matarstól plús það að þá er hann algjör snilld til að ferðast með og einnig til að æfa börnin í að sitja og hann hjálpar þeim einnig til að styrkja bakið.

hitamælir4.Baðhitamælir. Aftur sá ég í erlendri grein að þetta væri algjört bull að kaupa en aftur þá er ég alls ekki sammála. Ég var að eignast mitt fyrsta barn og því var ég mjög stressuð að það væri rétt hitastig í baðinu því það má ekki vera of heitt og ekki of kalt. Ég setti því mælinn ofan í og þá fór allt stressið og ég setti barnið mitt ofan í vitandi að það væri allt í góðu 🙂 Ég by the way nota hann enn í dag og barnið mitt er 6 mánaða gamalt.

5.Góður ömmustóll. Ég klikkaði á því að hafa hann til þegar barnið mitt fæddist því ég hugsaði að það væri svo langt þangað til hún færi að nota svoleiðis, en jú það er hægt að nota ömmustóla frá fæðingu og þá er mikilvægt að finna góðann ömmustól. Mér fannst plús að það sé dót á stólnum, hljóð, ungbarnainnlegg og titringur.

 

6.Pelahitari. Ó halló himnasending sem við allar mæður þökkum fyrir að sé til. Það er fátt leiðinlegra en að þurfa fara á fætur til þess að blanda mjólk og hita þannig að þar kemur pelahitarinn að góðum notum. Einnig þá hverfur stressið því pelahitari hitar bæði mjólk og graut/mauk upp að réttu hitastigi þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur að barnið brenni sig eða þurfa bíða langa stund eftir að það hitni.

7.Bílaspegill! jiminn hvað ég dýrka þennann spegil! Ég var ekki búin að setja spegilinn minn upp í byrjun því mér fannst það ekki vera eitthvað nauðsynlegt en vá hvað ég var að missa af miklu! þetta er svo þægilegt að geta séð þau og fylgst með þeim og ég gæti alls ekki verið án hans í dag, já nei gleymdu því!

 

Síðast en ekki síst þá er það hlutur sem ég fékk mér ekki en sé eftir í dag og það er ungbarnahreiður. Hreiðrin eru algjör snilld eða það sem ég hef séð af þeim og spurði ég einnig bumbuhópinn minn og þetta er á flestum heimilum mest notaðasti hluturinn. þau finna fyrir góðu öryggi og þau eru einnig góð til þess að ferðast með.

Þetta eru þeir hlutir sem mér persónulega finnst vera svona möst að eiga. Eflaust eru fleiri hlutir sem eru mjög sniðugir og það mætti gera endalausann lista því eins og við vitum allar að þá fylgir endalaust dót með þessum elskum. Já þú kannski hélst að eina sem þyrfti væri vagga og vagn eeeeen neeei svo er ekki.

Ég vona að þetta komi ykkur að góðum notum og að þetta muni kannski hjálpa ykkur að útbúa lista yfir hluti til að fara huga að fyrir komandi barn og já kannski líka eitthvað sem þér langar að festa kaup á ef þú átt ekki og ert kannski nú þegar með barn 😀

Takk fyrir mig og ég vona að helgin verði ykkur notarleg.

Ást og friður

Íris

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *