Húfan

Ég lenti í rifrildi um daginn.
Rifrildið snérist um húfu.
Já, húfu.
Þetta var ekki öskur og læti, nei þetta var ég að reyna að eiga í rökræðum við 3gja ára dóttir mína um það að hún þyrfti ekki að vera með húfu úti því það var 20 stiga hiti.
Þetta rifrildi stóð í tæpan klukkutíma, þar sem ég var að reyna að selja barninu það að húfa væri ekki nauðsynleg.
Stundum er manni víst bara lífsnauðsynlegt að vera með húfu.

Ég hugsa mikið um þetta rifrildi, ekki af því þetta tók eitthvað sérstaklega á eða var eitt af þessum extra erfiðu augnablikum sem við höfum átt saman, nei. Ég hugsa mikið um þetta rifrildi vegna þess að ég lærði svolítið mikilvægt af því.

Ég byrjaði að rökræða við barnið mitt og það endaði í rifrildi.
Hverjum er það að kenna ?
Það er ekki 3gja ára barninu að kenna, hún er 3gja ára. Hún á að vilja gera og segja hluti sem þér finnst engan vegin passa við aðstæður. Það eina sem við getum gert til að komast í gegnum þennan aldur er að byrgja fyrir gluggana og búa okkur undir storm, því hún er bara 3gja ára.
Það er mér að kenna, þú rökræðir ekki við 3gja ára barn. Ef stjórnlausar aðstæður koma út frá rökræðum við barnið þitt þá er það yfirleitt þér að kenna. (Að minnsta kosti þegar hún er 3gja ára!)
Það þýðir samt ekki að við séum að gera eitthvað vitlaust, hausinn á okkur er (að mínu mati) svolítið byggður til þess að leiðrétta og rökræða gegn því sem okkur finnst vera vitlaust. Ég hef aldrei átt auðvelt með að sitja á mér og eiga bara svona “já og amen” augnablik, þar sem maður samþykkir þessa hluti, sem eru ekki að fara að hafa nein endanleg áhrif (eins og að fara út með húfu.)
Ef ég hefði bara sagt “já og amen” við því að hún heimtaði húfu, þá hefðum við báðar sloppið við það að lenda í einhverjum stjórnlausum aðstæðum.
Ég lærði það, stundum má ég bara segja “já og amen”. Líkurnar á því að það að fara út með húfu í hita hefðu haft einhverjar endanlegar og slæmar afleiðingar, eru bara frekar litlar ! (Það hefði líklegast endað með því að hún hefði beðið mig um að geyma húfuna, vegna hita)

20431237_1891102861210578_2355123796168919066_n

Ekki hin alræmda húfa, en þær ásækja mig allar samt. <3

“Skiluru ekki….?”
Nei, líklegast skildi hún ekki afhverju mamma var svona mikið á móti þessari (fjandans) húfu, vegna þess að hún er ekki búin að þroskast nóg til þess að skilja nákvæmlega allt sem ég er að segja.
Hún sér það sem hún vill og hún vill það núna.
Ég lærði af þessu atviki og ég finn hvernig ég tækla svona hluti allt öðruvísi. Það er tilgangslaust að æsa sig út af einhverju sem er svona ómerkilegt. Þetta hefði getað verið auðvelt og afslappað augnablik, en af því að ég fann mig knúna til þess að rökræða og gat ekki setið á mér, þá fór það ekki svoleiðis.

Fyrir fólk eins og mig, sem á erfitt með að sitja á skoðunum sínum, er mikilvægt að temja sér að æsa sig ekki yfir litlum og ómerkilegum hlutum, sérstaklega þegar það kemur að börnunum okkar. Það er að minnsta kosti það sem mér finnst.

15622050_1759870577667141_3281284077615986835_n
Eftir þetta atvik, þá hef ég alltaf sagt já ef hún biður um húfu. Sama hvernig veður er úti. Ég gæti farið út í það að lýsa fleiri svona augnablikum en ég held (og vona) að ég hafi náð að koma þessu ágætlega frá mér. Þetta húfu atvik eltir mig enþá hvert sem ég fer, örugglega til þess að passa að ég muni það sem ég lærði af þessu.

<3

Hafdis.jpg

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *