Hamingjusamari í orlofi

Eftir að ég las færslu á facebook síðu gamals skólafélaga fannst mér, ég verða að setja þessar vangaveltur niður á blað, sem ég hef lengi velt fyrir mér.
Ég veit ekki með ykkur en ég hef oft velt því fyrir mér af hverju við verðum hamingjusamari eða ástfangnari í ákveðnum aðstæðum. Sem dæmi þegar við förum í orlof, sinnum áhugamálunum okkar eða almennt í þeim aðstæðum sem gleðja okkur.

Í amstri dagsins eigum við oft til að vera að gera of mikið, við erum með of marga bolta á lofti. Vinnan, heimilið, börnin, fjármálin, fjölskyldan og allt of mikið af öðrum ábyrgðar hlutverkum.
Eftir að vinnu lýkur erum við á hlaupum, byrja á því að sækja börnin í leikskóla og skóla. Fara í matvöruverslun til að versla í matinn með dauð uppgefin börn og við úrvinda. Að því loknu bruna heim, ganga frá matvörunum, sinna heimilisstörfum og elda kvöldmatinn. Þegar kvöldmatnum lýkur þarf að baða börnin, tannbursta þau, koma þeim í náttföt og loks í rúmið. Lesa fyrir þau, loksins komin ró á heimilið og ég veit ekki með ykkur en ég enda oftast á því að sofna inni hjá þeim.
Eftir svona dag eru allir þreyttir, úrillir og pirraðir. Manni líður eins og það sé ekkert eftir í tanknum eða taskan er of full af ábyrgðum. Of mikið að gera sem gerir það að verkum að við gleymum okkur, gleymum að huga að sjálfum okkur, sambandinu, njóta barnanna og stundunum með þeim.

3

Síðan þegar við förum í frí, sumarfrí, ferðalög, í bústað, erlendis eða tjaldútilegu, sinnum áhugamálunum okkar, förum á stefnumót með betri helmingnum eða í aðstæðum sem gleðja okkur. Þá er eins og að það létti á töskunni, við verðum glaðari, hamingjusamari, elskuð og elskum.
Það er eins og við finnum jafnvægið sem týnist í amstri dagsins. Það er allt eitthvað svo miklu léttara og afslappaðra.
En ástæðan er sú að við skiljum áhyggjurnar um fjármálin, heimilisstörfin og alla ábyrgðina eftir heima sama hver hún er. Hún eitthvert vegin gleymist eða geymist sem er yndislegt.

Lífið er vinna sama hvernig er horft á það, en þessi vinna á ekki að vera svona erfið og kröfu mikil. Við verðum að læra að finna jafnvægið og reyna muna að njóta þrátt fyrir ábyrgðina!
Erfitt en ef við viljum finna hamingjuna þá þurfum við að hafa fyrir henni með því að læra sleppa hlutunum og njóta nútímans!

2

Þar til næst – njótið og elskið

kmg_594júní

17270941_10155122569029250_1278935942_n

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *