H & M

Ég er ein af þeim sem hef beðið extra spennt yfir komu H&M vegna þess að mér finnst þessi föt æði. Skemmtileg hönnun, endast vel og á viðráðanlegu verði að maður svitnar ekki við að afhenda afgreiðslufólkinu kortið eða meira svona þegar þú kaupir eina eða tvær flíkur haha.

Það hafa verið misjafnar raddirnar meðal annars margir hræddir um að verðið verði of hátt þar sem við búum á Íslandi að það sé ekki eins hagstætt og erlendis. Auðvitað er þetta aðeins dýrara en að kaupa erlendis frá en flestum löndum er ekki skattur á barnafötum og það er hagstæðara að kaupa í meira magni en þarf hér.
Einnig heyrði ég eitthverja segja það væri svo leiðinlegt að öll börn séu eins klædd, verð nú að segja þó H&M væri ekki hér á Íslandi sá ég oft dömur vera í eins fötum og Alexandra á, en ég er ekki sú týpa að börnin mín eða ég verði að vera eitthvað öðruvísi. Að auki finnst börnum oft gaman að vera eins klædd, það er mín upplifun.

Ég var stödd í Reykjavík þegar H&M opnaði og verð ég að viðurkenna að það var alveg óvart en við fjölskyldan fórum suður til þess að halda uppá afmæli prinsessunar og sama dag opnaði verslunin í Smáralind.
Ég var þó ekki að nenna að standa í margra klukkustunda röð til þess eitt að skoða þessa frábæru verslun og verðið á fatnaðnum. Ég ætlaði bara að skoða þar sem krökkunum vantar ekki mikið af fötum þar sem við skötuhjú erum ný búin að vera í Manchester (apríl), þó finnst mér þau alltaf vanta eitthvað. Jón Egill er ekki alltaf jafn sammála mér.
Það sem mér fannst magnað við þetta að það var að engin röð þennan dag, svo ég fór með vinkonu minni og við ljómuðum. Verslunin sjúklega flott og snyrtileg. Skemmdi ekki að þennan dag var 20% afsláttur sem gerði það að verkum að ég gat réttlætt kaupin meira.

Hér er það sem ég keypti og verðið á vörunum.

Það sem er æði með H&M að þeir bjóða uppá skemmtileg tilboð sem dæmi efri partur og neðri partur (top & bottom) á 1.495 kr sem er gjöf en ekki gjald alveg tilvalið í jólapakkan –

5

Ég keypti þetta sett á 1.495 kr í þessu tilboð efri + neðri partu

10

1.495 kr bolur og buxur

Einnig eru þeir með 3 fyrir 2 – Velur 3 hluti með grænum miða þar sem segir 3 fyrir 2

Hér að neðan eru dæmi sem ég keypti á þessu tilboði 3 fyrir 2

7

Verð: 2.495 kr 9

Verð: 2.495 kr

8Verð: 2.495 kr

Þetta fékk Sigurjón – 3 peysur á verð: 4.990 kr eða 1 peysa á 1.664 kr

11

verð: 2.295 kr

12

Verð: 2.495 kr

13

Verð: 2.295 kr

Þetta fékk Alexandra – verð: 4.760 eða verð: 1.587 kr per flík

Ég læt það alveg vera –

Ég fann einnig Hvolpasveit boli 2 saman í pakka verð: 2.295 kr
4

Ég keypti mér hlýra bol og þægilegar joggings buxur – en þegar ég er heima þá bý ég í þægilegum jogging buxum en ég keypti mér einar í Manchester í apríl og dýrka þær, svo sá ég alveg eins og keypti mér dökk gráar.

14

Verð: 895 kr – Nei, ég er ekki að grínast!

16

verð: 2.495 kr – þessar buxur eru sjúklega þægilegar, mjúkar og kósý!

Þetta er það sem ég keypti í H&M á laugardaginn eins keypti ég kósý heilgalla á Alexöndru sem kostaði 3.795 kr mjög flottur, ég fann ekki mynd af honum og hennar galli er ómyndahæfur því hann er í þvotti eftir mikla notkun.

Ég fann einnig mikið af flottum vörum sem ég er með á lista sem bíður til betri tíma, bæði fyrir börnin og mig.

1

verð: 2.495 kr

17

verð: 1.495 kr

Ég átti spjall við starfsmann þar sem ég bý úti á landi og mig langaði að vita ef ég gæti skoðað heimasíðu H&M varðandi að sjá úrvalið, mér var sagt að það væri hægt að miða við það að það gæti verið að það komi ekki alveg allt en lang flest af síðunni kemur.

Ég bíð spennt eftir næstu Reykjavíkurferð og mæli ég klárlega ef ykkur vantar vönduð og góð föt að kíkja í H&M – Ég er gangandi auglýsing hihi alltaf í fötum frá H&M!

þar til næst

17270941_10155122569029250_1278935942_n.jpg

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *