Gullklumpar

Heppnin er nú alltaf með manni einhvern veginn því við Emilía fengum að gjöf fallegar flíkur frá Gullklumpum en það fór þannig að ég pantaði og já borgaði sjálf fyrir buxur og smekk sem voru úr sama munstri sem er með því flottasta sem ég hef séð! Ekki nóg með það að flíkurnar voru afar fallegar að þá voru þær einstaklega þægilegar fyrir Emilíu til að hreyfa sig í. Ég varð hreinlega ástfangin! Gullklumpar ákváðu því að dekra við okkur mæðgur og leyfa okkur að prófa fleiri stíla af vörum og ástin blómstrar enn skal ég segja ykkur.

q

Gullklumpar er lítið íslenskt fyrirtæki sem var stofnað 2016 af Eydísi textílfræðingi. Fyrirtækið sérhæfir sig í barnafatnaði. Fötin eru mjög vel hannaðar og er hver flík sérsaumuð af henni Eydísi sjálfri.

Gullklumpar sérpanta efnin sem notuð eru í flíkurnar frá Norðurlöndunum og eru úr einstaklega mjúkri og lífrænni bómul.

DSC03436

DSC03435

DSC03434

 

Fötin fást í allskyns litum og munstrum og þau fást í stærðum 50-110.

Buxurnar eru sérstaklega góðar þar sem þær gefa pláss fyrir bleijur.

DSC03437

Þú getur fundið Gullklumpa í gegnum facebook og Instagram.  

Við mælum hiklaust með þeim <3

 

Íris

Facebook Comments
Share: