Glansmyndir, tískubylgjur og hjarðhegðun

Oft hef ég lesið þræði á Facebook um það að fólki finnst margir mömmubloggarar vera glansmyndir.
Að við séum allar fullkomnar mömmur sem eru að reyna segja öðrum mömmum hvernig á að gera hlutina og hvernig á að ala upp börn og hvernig skal hafa heimilið.
Mömmur sem eiga fullkomin hrein heimili og eru sjálfar fullkomnar og prumpa glimmeri.

Þetta er heldur mikil alhæfing á okkur mömmubloggarana finnst mér.
Tek mig sem dæmi.
Ég blogga mikið um allskonar “tabú” og mikilvæg málefni.
Sumt tengist barni eða barneignum, annað ekki.
Ég segi aldrei fólki hvernig á að ala upp börn eða hvernig á að gera hitt og þetta.
Því ég veit ekki betur en einn né neinn. Ég tala einungis frá minni eigin reynslu.
Ég kem til dyra eins og ég er klædd og ég er einlæg.

Mér finnst hundleiðinlegt að þrífa og á erfitt að koma mér í það þó ég geri það að sjálfsögðu af því ég þarf þess.
Það er samt oft drasl heima hjá mér og óhreint. Nenni svo innilega ekki að ganga frá eftir mig … Ég bara hata svo mikið að þrífa. En auðvitað enda ég alltaf með að gera það því mig langar ekkert að lifa í rusli.

Heima hjá mér er nánast öll húsgögn gefins eða fengin á bland.is eða góða hirðinum.
Eitt og eitt úr IKEA.
Heimilið mitt er eins og það hafi verið innréttað af litlum krakka.
Ég set bara húsgögn og myndir einhversstaðar í íbúðina og veit ekkert hvað er flott eða hvernig á að hafa fínt heima hjá sér. En ég er samt ánægð með heimili mitt og mér finnst það fallegt þó það sé ekki mikil regla á því.
Allt skraut sem ég á er einnig gefins.
Og það er líka allt í tómu rugli hér og þar…. því ég er með “tískuvit” og hugmyndaflug á við naggrís.
Ég á ekki einn Omaggio vasa, ekki iittala, ekki múmin bolla, það er ekkert marmara neitt heima hjá mér (jú kannski marmara kaka) og ekkert filmað með hvítum/svörtum háglans og ég á enga hillu úr Søstrene Grene.

Allir mínir bollar eru mismunandi týpur sem passa alveg ekkert saman og sumir bollar eru meira segja frá því ég var lítil og bjó hjá mömmu minni og pabba.
Ég geymi þvottagrindina inn í stofu, líka vagninn hans Óla (sonur minn) og allt dótið sem hann leikur sér í yfir daginn er útum allt gólf.
Ekkert af laurtei mínu passar saman og er allt mestmegnis gefins.
Það er oft föt á gólfinu inn í svefnherbergi.
Ég set í þvottavél alltof sjaldan og á þar að leiðandi stórt óhreint þvottafjall heima hjá mér.
Ég á erfitt með að nenna að henda í uppþvottavél líka.
Það er ryk ofan á mörgum húsgögnum í íbúðinni og mér er eiginlega bara alveg sama…
Skáparnir mínir eru fullir af drasli.
Ég er einfaldlega með álíka mikið skipulag (bæði heima hjá mér og í lífinu bara) og letidýr.

Þetta er bara brotabrot um allt sem passar núll saman heima hjá mér.
En mergur málsins er það að við mömmu bloggarar erum ekki allar “glans”.
En ég er alls ekki að seta út á þær sem eiga allt sem ég nefndi og þær sem kunna og vilja hafa fínt heima hjá sér og þrífa á hverjum degi.
Það er bara frábært hjá þeim. En þetta er bara ekki fyrir mig og ég er ekkert verri manneskja fyrir það.
Við erum ekki allar fullkomnar með allt fínt heima hjá okkur og reyna segja ykkur til um hvernig þú átt að hafa allt heima hjá þér og hvernig þú átt að ala upp barnið þitt.
Hjarðhegðun Íslendinga er fyndin.
Fólk stendur í röðum eftir MALM kommóðum og hillum úr Søstrene Grene.
Allir allt í einu elska allt marmara og fólk farið að filma öll húsgögn heima hjá sér í marmara eða svörtu/hvítu háglans.
Kertaarinn í næstum hverju húsi og öll innrétting í hvítu og allt voða litlaust.
En þetta er bara eins og fatatískan og bara öll tíska sem hefur verið mismunandi í mörg hundruð ár.
Ég er alls ekki að gera lítið úr fólki sem fylgir þessu og finnst þetta flott. Það er bara frábært hjá þeim.
Mér finnst bara svo fyndið að vita af fólki standandi í röð eftir sömu hillunni.
Og að allir virðast þurfa að hafa eins heima hjá sér og sumir keppast um að hafa sem fínast og sem hvítast og glansandi og húsin líta út eins og tekið út úr einhverju tímariti.
En hver velur sitt að sjálfsögðu og það er bara frábært. En þetta er ekki fyrir mig.
635781894824554866-1998859829_26c00dbd9384713c7d597c69a8889092
Það mikilvægasta sem ég er að meina með þessu bloggi er það að þú þarft ekki að eiga allt þetta flotta og fína dót til að eiga flott og fallegt heimili. Mér finnst öll þessi tískubylgja vera ýta alltof mikið undir að allir eiga að vera eins og  að heimilið þitt sé ekki fallegt nema þú átt allt þetta fína dót og þetta sé smá orðið að keppni um fallegasta og fullkomnasta heimilið. Finnst þetta vera pínu pressa á fólk að allir séu með allt fullkomið. En við höfum ekki öll efni á þessu og við höfum ekki öll áhuga á þessu. Og það er bara í fínu lagi!
Heimili þitt getur alltaf verið flott.
Sama hvort öll húsgögn þín eru gefins eða úr góða hirðinum.
Þú ert ekkert verri manneskja ef þú átt ekki iittala eða Omaggio vasa.
Þú ert ekki útúr ef þú drekkur ekki kaffið þitt úr múmin bolla.
Þú ert bara þú. Og vertu bara þú.
Þú þarft ekki að fylgja eftir glansmyndinni eða tískunni.
Þarft ekki að vera eins og allir aðrir.
Þú ert æðisleg manneskja sama hvort þú átt allt sem er í tísku eða ekkert.
Alls ekki draga þig niður ef þú átt ekkert af þessum tískufyrirbærum.
Það eru ekki fallegu glansandi hlutirnir sem gera húsið að heimili.
Það er fjölskyldan, gleðin, hláturinn, ástin, draumarnir og allt það sem gerir húsið að heimili.
Takk fyrir að lesa.
Kv.
Ragga-1.jpg
Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *