Gestabók fyrir tilefnið

Við erum nýlega búin að halda óvænta afmælisveislu fyrir tengdamömmu mína.
Við gerðum mjög skemmtilega bók með myndum og fengum gesti til að skrifa skemmtilega kveðju til hennar.

Ég keypti hjá Litir og föndur
Bók með svartri forsíðu og hvítum síðum.
– Gylltur penni til að skrifa framan á bókina.
– Svartur penni til að skrifa við myndirnar.
– Límpúða til að líma myndirnar inní bókina.

Hægt er að föndra forsíðuna að vild með öðrum lit af pappír og borðum, það er mikið úrval hjá Litir og föndur. Mæli eindregið með að kíkja til þeirra. Þjónustan þarna er til fyrirmyndar.

           
Hér eru dæmi hvernig má föndra forsíðuna á Gestabókinni – myndir teknar af facebook síðu Litir og föndur.

Svo er snilld ef áhugi er fyrir því að hafa ljósmyndir að kaupa ljósmyndaprentarann Canon Selphy CP1200 sem má lesa um hér
Taka mynd prenta út og líma inní bókina. Fá fólk til að skrifa fallega kveðju, heilræði eða bara nöfnin sín.

     
Hér má sjá dæmi af Gestabókinni hennar tengdamömmu.

Þar til næst

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *