Dagforeldrar

Góðan daginn elsku lesendur,

Heyrðu núna í sumar kom að því að litla blómarósin mín fór til dagmömmu! já ég veit, DAGMÖMMU! litla barnið mitt sem var bara að fæðast í gær!

Fyrir suma að þá er þetta mikið stökk að fara láta barnið í umsjá einhvers annars og að þurfa treysta einhverjum fyrir litla demantinum sínum! Fyrir mitt leiti þá var þetta bæði og, því það var erfitt að fá ekki að vera lengur með henni alltaf en á sama tíma fann ég hreint út sagt æðislega dagmömmu, eða réttara sagt dagforeldri eins og það er víst sagt núna og ég hlakkaði bara pínu til fyrir hönd Emilíu að fá að fara leika sér með öðrum krökkum og hafa gaman.

Emilía byrjaði í daggæslunni núna í ágúst og þá var hún tæplega 8 mánaða og jeremías hvað þetta allt saman er búið að vera skrítið, skemmtilegt en erfitt. Litla mömmu hjartað er sko aldeilis búið að pumpa!

Það eru margir sem ekki setja börnin sín í gæslu fyrr en þau fara í leikskóla, margir sem geta ekki beðið eftir því að fara aftur að vinna og svo er það ég plús margir aðrir sem hafa einfaldlega ekki annarra kosta völ en að setja barnið í gæslu.

Það sem ég mæli með að gera þegar það kemur að því að setja barnið til dagforeldris, ungbarnaleikskóla eða leikskóla að þá er gott að skoða nokkra staði og velja vel. Einhvern veginn finnur þú það bara á þér hvort staðurinn sé réttur fyrir þitt barn eða ekki.

Þegar ég fór að skoða mig um að þá voru nokkrir staðir sem voru í boði en ég fór bara að skoða tvo þeirra. Fyrsti staðurinn sem ég fór á hljóp ég næstum því út með barnið! nei ég segi svona,, kannski skokkaði. Þá fann ég bara að þessi staður var langt frá því að vera staðurinn fyrir litlu krúttmúffuna mína. Það var skítugt þar, það var mikið af hættulegum stöðum í húsinu þar sem börnin gætu slasað sig, það var verið að úthluta nammi til barnana þegar ég kom og svo mætti lengi telja. Þetta sló mig pínu út því þarna hugsaði ég bara nei hún fer ekki í gæslu! bara aldrei! en það breyttist fljótt þegar ég fór á hinn staðinn.

Núna í dag er Emilía búin að vera hjá dagforeldrinu í að verða 2 mánuði og við gætum ekki verið glaðari! Við erum með hóp á facebook þar sem dagforeldrið setur inn myndir frá deginum og lætur okkur vita ef það er eitthvað.

Hér eru nokkrar myndir af snúllunni minni hjá dagforeldrinu.

Það er ekki alltaf slæmt að setja börnin til dagforeldris, það er gaman fyrir þau, gott að vera í rútínu, aukinn þroski þá með því að vera í kringum önnur börn og svo skemmir ekki að það getur stundum verið gott að fá smá mömmufrí 🙂

En þangað til næst,..

~Ást og friður~

Íris

Facebook Comments
Share: