bleika slaufan

Færslan er unnin í samstarfi við HH Simonsen á Íslandi

Október er mættur, ég er ein af þeim sem er alltaf mjög spennt að vita hvernig bleika slaufan lítur út ár hvert.
Bleika slaufan er átaksverkefni Krabbameinsfélags Íslands gegn brjóstakrabbameini.
Á hverju ári greinast 210 konur með brjóstakrabbamein. Meðalaldur við greiningu er 62 ára. Brjóstakrabbamein er sjaldgjæft hjá konum yngri en 40 ára en um 10 konur yngri en fertugt greinast á hverju ári. Karlar geta einnig greinst en það er þó tiltölulega sjaldgjæft en að meðaltali greinast 2 karlmenn á ári með brjóstakrabbamein. Almennt gildir; því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist því betri lífshorfur.
Það er mjög mikilvægt að mæta í skimun hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Allar konur 40 til 69 ára fá boð um að mæta í leit að brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti.

Í ár vann Ása hjá asa iceland hönnunarkeppnina um bleiku slaufuna 2017. Bleika slaufan er mjög falleg silfruð með bleikum steini í miðjunni.

101

Þegar Bpro hafði samband við mig og óskaði eftir samstarfi við mig, þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um.
Wet brush-pro, sem hh simonsen hannar, gáfu út sérstakan hárbursta til þess að styðja baráttu gegn brjóstakrabbameini. Allur ágóði sölunnar fer til styrktar bleiku slaufunar.
Hárburstann má nota bæði í blautt og þurrt hár. Frábær fyrir alla, fyrir allar hárgerðir. Mjúkir pinnarnir greiða auðveldlega úr flækjum.
Ég hef átt wet brush-pro síðan 2013, þetta er eini hárburstinn sem hefur dugaði í flækt hár dóttur minnar án þess að hún gargi og góli á mig þegar ég greiði henni.
Ekki skemmir að hárburstinn er einstaklega fallegur.
thumb_IMG_4593_1024thumb_IMG_4590_1024 thumb_IMG_4588_1024

Þessi bursti fæst á aðeins 3.500 kr sem er ekki mikið fyrir hárbursta sem og að styrkja gott málefni. Upplýsingar um útsölustaði má finna á facebook síðu hh simonsen á Íslandi, einnig má kaupa burstan hér.

Mæli einnig með því að þið kíkið á netverslun krabbameinsfélagsins. Þar er hægt að finna mikið af fallegum vörum, bæði gjafavörur eða bara til þess að kaupa eitthvað frá þér til þín.

Þar til næst!

17270941_10155122569029250_1278935942_n

 

 

 

 

 

 

 

 

Facebook Comments
Share: