Bað er ekki bara bað

Þessi færsla er tileinkuð öllum bað-unnendum þarna úti. Megi komandi bubbluböð veita ykkur slökun og hugarró eða hressandi og uppörvandi líðan. Ég er ekki að ýkja þegar ég skrifa það og segi að ég ELSKA að fara í bað. Hversu mikil snilld er það að geta með nokkrum handtökum skrúfað frá krananum,blandað olíum eða baðsöltum við vatnið, kveikt á kertum, lagst útaf og notið. NAMMI þetta er NAMMI fyrir líkama og sál. Síðustu tvö ár hef ég ekki haft baðkar inni á heimilinu og það sem ég hef saknað þess, ég er þess vegna himinlifandi yfir því að búa svo vel núna að geta jafnvel eytt heilu dögunum ofan í karinu ef ég skyldi kjósa það. En nóg af dramatískum ástartjáningum í bili, hér koma nokkur baðkombó sem ég kvet ykkur til að prófa.

Sunnudags-slökunar-sturtu-bað
Það er eitthvað svo sjarmerandi við það að enda helgina á því að nostra við sjálfa sig, hlaða batterín og taka skínandi hrein á móti nýrri vinnuviku. Mér finnst gott að sturta mig fyrst taka af mér allan farða, þvo hárið og líkamann, skola karið og láta svo renna í sjóðandi heitt bað. Ég nota tvennskonar ilmdropa, lavander og geranium og að lokum magnesium duft. Ég gef mér góðan tíma í að nudda létt yfir öll þau svæði sem ég kemst að sjálf, frá tám og upp að höfði, enda svo á að nudda andlitið með góðri andlitsolíu. Það hefur gefist mér vel að taka svo létt líkamskann eins og ég kalla það, byrja á tánum kreppa þær eins fast og ég get, halda svo spennuni í smá stund og sleppa. Þannig næ ég að slaka betur á ef ég er mjög stíf eða stressuð. Ég þakka svo hverjum líkamsparti fyrir sig ( er skrýtið fyrst en mæli eindregið með því). Leyfi mér svo að liggja eins lengi og ég vil, þurrka mér, ber á mig lavander róandi fótakrem plús bodylotion. Smeygi mér svo í kósý sokka sem býða mín heitir á ofninum og í slopp. Svo er það bara beint upp í hreint og hlýtt rúm.
NOW-01295-9
la1n_7560_bottlegeranium.
Hressandi appelsínu og sítrónu bað
Þó að ég fari oftast í bað að kvöldi til þegar ég hef nægan tíma og er ekki að fara neitt út á eftir, þá nota ég þetta kombó furðu oft þegar ég þarf aðeins að hressa mig við og koma mér af stað en hef ekki það mikinn tíma. Ég reyni að þvo hárið á mér með sjampo ekki oftar en tvisvar í viku, ég skola það þess vegna bara oftast og það sparar mér tíma. Ég læt renna í karið á miðlungs hita, vil ekki hafa það of heitt því það er of sefandi. Set nokkra dropa af Weleda sítrónu bað olíu og nokkra dropa af appelsínu ilmdropum út í vatnið, ligg svo í baðinu í nokkrar mínútur. Það er alveg ótrúlega góð og uppörvandi lykt af baðinu og mér finnst ég alltaf hressast fljótt við. Ég nota svo Weleda sítrónu sturtu sápu til að skola af mér, gott að muna að byrja á fótum og nudda í hringlaga hreyfingum í átt að hjartanu, kemur blóðflæðinu af stað og húðin verður silkimjúk. Ég skola svo af mér með ísköldu vatni, blanda saman Clinigue body lotion og nokkrum dropum af sítrónu ilmdropum og ber á líkaman. Ef þið eigið ekki baðkar hefur mér fundist virka vel að setja nokkra dropa af bæði sítrónu og appelsínu í sturtubotninn og láta vatnið renna soldið áður en ég fer sjálf undir sturtuna. Það hressir mann vel við og gefur baðherberginu líka ferskan ilm.
weleda-citrus-bath-milk-200mldownload (1)For the corporate use of doTERRA International LLC. File distrobution and third party use/sales are restricted.10540638-1375716930-927008      4955
Bað fyrir þreytta og auma vöðva
Þetta kombo finnst mér gott að nota þegar ég er með miklar harðsperrur eða vöðvabólgu, ég nota Radox Muscle Soak baðsalt og nokkra dropa af Frankencense ilmolíu beint út í baðvatnið. Það er yndislegt að kveikja á nokkrum kertum,  slökkva ljósin og halla sér aftur á baðkodda. Stundum þykir mér mjög ljúft að hlusta á slökunartónlist á meðan ég ligg í baðinu og það er svo gaman hversu mikið úrval er á t.d youtube eða spotify endalausir möguleikar. Ég hef svo verið að skola af mér með Weleda Arnicu sport sturtusápunni og ber svo Weleda Arnicu olíu á allan líkamann eftir baðið. Ég hvet ykkur til að prófa, þetta hefur hjálpað mér mjög mikið. Með færslunni læt ég fylgja myndir eða linka á það sem ég hef nefnt hér fyrir ofan. Ég vona að þið njótið næstu baðferðar og dekrið aðeins við ykkur sjálf,  því þið eigið það öll svo sannarlega skilið ❤.
51zzbclzutL._SY300_10781920
download (2)Arnica-Sports-Shower-Gel-large
ÁlfrúnElsa.jpg
Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *