Afhverju flugeldasala Landsbjargar?

15

Í dag hefst flugeldasala Björgunarsveitanna og einkasöluaðila. Ég ætla mér ekki að vera með neinn áróður um hvort þið eigið að velja. Enda nóg um það á samfélagsmiðlunum.
Þetta er eitt af því umdeildasta á þessum árstíma hvern á að styrkja. Oft óþarfa leiðindi og skítköst sem skapast í kring um þessa umræðu. Björgunarsveitirnar eða einkaaðilar.

Mig langar þó að segja af hverju ég kýs að versla frekar af Björgunarsveitinni í mínum heimabæ.

Sem félagsmaður Slysavarnadeildar Dalasýslu, þá skiptir það mig miklu máli að styrkja mína menn. Björgunarsveitina Ósk, við erum hvoru tveggja litlar deildir í Dalabyggð en tökum þátt í stórum verkefnum sem snertir okkar heimabyggð og samfélagið í heild.
1
Ég er maki, frænka og barnabarn björgunarsveitarmanna. Ég veit hvað það er mikil vinna sem fer í að taka þátt í öllu sem tengist Björgunarsveitinni og allt gert í sjálfboðavinnu í þágu samfélagsins. Hvort sem það eru útköll, æfingar eða námskeið allt kostar þetta peninga og tíma. Sem allir félagsmenn eru tilbúnir að gefa frá sér.
Þarna eru konur og karlar að hlaupa frá launuðum störfum, fjölskyldum og vinum. Til þess að sinna alls kyns verkefnum.
Þau aðstoða við að leita af týndu fólki, binda lausa muni í fárviðrum, hjálpa að ýta bílum sem eru fastir í stór sköflum í fárviðrum ásamt því að bjarga fólki í stór slysum.

Þau eru á vakt allan sólarhringinn, allt árið um kring. Enda þeirra ástríða að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda í neyð.
Þetta er þrautþjálfað fólk sem er til reiðubúið ef þú þarft á því að halda!
11
Flugeldasalan er þeirra stærsta fjáröflun á árinu. Stór hluti af fjárveitingu Björgunarsveitarinnar kemur frá flugeldasölunni. Án fjárveitingu, hafa sveitirnar ekki efni á að kaupa tæki og tól, sem þau þurfa á að halda til að sinna störfum sínum. Olíu kostnaður, viðgerðar kostnaður, geymsla fyrir allan búnaðinn ásamt öðrum tilfallandi kostnaði sem verður til þess að reka svona flott félag. Allt kostar þetta peninga!

Ég hef heyrt umræður á borð við að Björgunarsveitirnar eru mun dýrari.
Ég veit ekki með ykkur en ég er alltaf með fyrir fram ákveðna fjárhæð sem ég set í þess eyðslu á þessum tíma og það skiptir mig ekki máli hvort ég fæ einn eða tvo flugelda.
Svo lengi sem ég veit að ég er að styrkja gott málefni.
Minn peningur fer til Björgunarsveitanna!

13

En auðvitað eru ekki flugeldar fyrir alla þá er í boði að styrkja sveitirnar beint og flestar sveitir hafa reikning sem hægt er að leggja inn. Upplýsingar má finna um það hjá söluaðilum! Jafnvel ef fólk vill gera en betra, þá má gerast bakvörður þar sem fólk leggur Landsbjörg lið í hverjum mánuði. Allar upplýsingar um það hér.

Inni á flugeldar.is má finna allskyns upplýsingar um sölustaði, vöruúrval, verð og öryggisreglur í kring um flugelda.

Gleðilegt nýtt ár kæru fylgjendur! Munið að njóta og elska!

17270941_10155122569029250_1278935942_n.jpg

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *