Aðskilnaðarkvíði hjá litlum börnum

Sæl veriði aftur,

Ég ákvað að skrifa færslu um aðskilnaðarkvíða hjá ungabörnum þar sem stelpan mín er svona á mörkunum á því að vera með það og hef ég því verið að lesa mig til um hvað það sé, hver einkennin eru og hvað sé hægt að gera til þess að annað hvort koma í veg fyrir hann eða hvaða ráð eru til fyrir foreldra sem eru með börn með aðskilnaðarkvíða.

Öll vitum við að þó það sé alveg topp næs að hafa þau alltaf hjá okkur og að þau sakni mans þá getur það líka orðið þreytandi. Allavega í mínu tilfelli þá er ég farin að fá vöðvabólgu á að halda á stelpunni minni non stop og er alveg farið að langa að kúka í friði þannig nú skal taka öll ráð sem til eru í bókinni og láta reyna á þau og nei ég er ekki að fara setja barnið mitt á gólfið og láta hana gráta í marga tíma til að ná þessu í gegn no worries 🙂

En já helstu einkennin hjá barni sem er með aðskilnaðarkvíða eru eftirfarandi:

  • Barnið fær allt í einu svefntruflanir
  • Barnið fer allt í einu að vakna óvenjulega snemma
  • Barnið grætur þegar það er skilið eftir hjá einhverjum öðrum en foreldrinu
  • Barnið vill alls ekki vera skilið eftir (bannað að fara á klósettið ><)
  • Barnið vill alls ekki leika sér eitt.

Þetta er það helsta sem talið er að séu einkennin en margir hafa sitthvorar skoðanir á því og því gæti þessi listi verið margslunginn.

Næstum öll börn fá aðskilnaðarkvíða og þetta skeið getur byrjað allt frá 5-6 mánaða aldri! Ó VEEIIIJJJ…

En ekki örvænta því þetta fer fljótt yfir sagði enginn aldrei.. en það er samt sem áður til allskonar ráð sem hægt er að prufa því það yrði kannski pínu þreytandi ef þetta myndi standa yfir í mörg ár.. já það eru til dæmi um það!!

Það sem hægt er að gera til að fyrirbyggja aðskilnaðarkvíða þá er hægt að leika við þau með allskonar leikjum eins og:

  • píggabú(hvernig sem það er nú skrifað).
  • feluleiki, þá hverfur þú og kemur svo aftur eftir nokkrar mínútur.
  • láta einhvern passa barnið í kannski 30 mín, fara út og koma aftur. Þá er gott að segja alltaf það sama við barnið þegar þú ferð og þegar þú kemur aftur. Eftir kannski 2-3 daga að þá er hægt að lengja tímann ef vel gengur.
  • Þegar þú ferð í annað herbergi að þá getur þú talað aðeins hærra svo barnið heyri í þér.
  • Þegar það koma gestir að þá er gott að leyfa gestinum að leika við barnið, taka það kannski upp og fá að halda á því og spjalla við það meðan þú ert á staðnum.

Þetta eru nokkrir hlutir sem hægt er að gera en eins og með annað að þá er þessi listi endalaus og margir finna hvað hentar þeim að gera og hvað er best fyrir hvert barn.

Mín stelpa er ekkert svo mikið í þessum pakka en hún á það samt til eins og núna að þá er hún allt í einu hætt að sofa eins og hún gerði heldur er hún að vakna í tíma og ótíma, vælandi en samt hress og það tekur mislangann tíma að koma henni aftur í ró. Hún á það líka til að fara að gráta ef hún sér mig fara eða ef hún er skilin eftir að leika sér þegar ég ætla að fara á klósettið. Annar hlutur sem ég hef verið að díla við er að hún vill alls ekki vera ein yfir höfuð og hvað þá leika sér ein. Það kemur samt alveg fyrir og þá sérstaklega ef það er kveikt á útvarpinu eða sjónvarpinu.

En þetta er bara eitt af því að eiga barn og við munum svo sannarlega komast yfir þetta eins og hvað annað sem við höfum gengið í gegnum saman. Svo er líka rosa gaman að hafa hana alltaf hjá sér og til dæmis að kúra í mömmu fangi,, það er alls ekki slæmt!

En ég ætla að segja þetta gott og ég vona að þetta kannski nýtist einhverjum

~Ást og friður~

Íris

Facebook Comments
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *