SAMFÉLAGSMIÐLA PÁSA

SAMFÉLAGSMIÐLA PÁSA

*Í gegnum bloggið verða skáletruð brot úr dagbókarfærslunum mínum, í gegnum þennan mánuð, þær eru settar inn í tímaröð þó ég taki ekki fram hvaða dag ég setti þær inn*
ENGLISH VERSION BELOW.

Til að skilja mig og síðustu mánuði hjá mér þurfið þið að vita hvað gerðist, hvað varð kveikjan að þessari hugmynd minni.

Um miðjan september ráfaði ég inn á bráðamóttöku geðdeildar ósofin og gjörsamlega á botninum. Ég hvíslaði að afgreiðsludömunni að mig vantaði hjálp, ég væri í mjög miklum sjálfsmorðshugleiðingum og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera eða hvert ég ætti að leita en ég vissi að ef ég fengi ekki hjálp væri ég hættuleg sjálfri mér (ekki svona skiljanlega, nokkuð viss um að hún hafi heyrt um það bil 3 hvert orð því ég hvíslaði svo lágt – það var fólk þarna inni).

“Þetta er töluvert erfiðara en ég hélt, ég á svo erfitt með að sleppa takinu. Það er þessi vani að vera alltaf að taka upp símann og opna, í dag opnaði ég símann 68 sinnum! Til hvers?  Opna facebook og skrolla niður til að sjá nánast bara auglýsingar?”

Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei verið á jafn slæmum stað. Ég var búin að plana mitt eigið sjálfsvíg í þaula. Hvaða tími dags væri bestur, hvernig væri best að gera þetta, meiraðsegja í hverju ég ætti að vera (auðvitað gekk ekki að ég myndi líta jafn illa út og mér leið, það þurfti allt að vera glansmynd) og hver væri líklegastur til að höndla það að koma að mér látinni. Ég var búin að ákveða að hringja í pabba og biðja hann um að koma og hjálpa mér og vera búin að þessu þegar hann kæmi. Mér fannst hann líklegastur til að geta hugsað rökrétt í gegnum þetta. Hversu brenglað er það að velja hvort foreldrið þitt er líklegra til að ráða við það að koma að barninu sínu látnu? Það finnst mér sýna best hversu miklum ranghugmyndum ég var haldin. Ég var sannfærð um að ég væri byrði á öllum sem þekktu mig og ég væri bara sníkjudýr sem ætti engan stað í þessum heimi og hann myndi vera bara örlítið betri án mín. Börnin mín og Tryggvi ættu betra skilið en að eiga veika mömmu og eiginkonu. Ég fæ enn þá þessar hugsanir en ég er á betri stað til að takast á við þær. Ég veit að þær eru rangar þó þær verði stundum mjög sannfærandi og þegar það gerist þá hugsa ég hvað Hólmgeir og Hulda elska mig mikið – hvað þau hafa mikla þörf fyrir umhyggju og ást móður sinnar. Ég hugsa um það hvað Tryggvi hefur gert mikið fyrir mig í gegnum þetta, það hlýtur að þýða að hann elskar mig og ég vill trúa því að ég hafi gert líf hans aðeins betra þó ég vissulega hafi gert það aðeins erfiðara stundum.

“Mjög einmana, reyni að finna afsakanir fyrir því að nota netið. Eirðarlaus þó það sé mikið að gera. Finnst ég fjarlægjast vini mína meira með hverjum deginum.”

Á geðdeild mætti ég engu nema góðvild, allir tilbúnir að hjálpa og komast til botns í því af hverju mér leið svona. Tilfinningarnar við því voru blendnar, ég var þakklát fyrir að fá hjálp en samt með samviskubit því mér fannst ég ekki eiga það skilið að fá hjálp fyrst, því svo margir aðrir voru kannski nær dauðanum. Fyrst um sinn snerist allt um að laga svefninn og var mér boðin hvíldarinnlögn. Ég hafði það ekki í mér að þyggja hana barnanna minna vegna en þar sem ég fékk að sofa hjá tengdó í nokkra daga vorum við öll sammála að ég væri á öruggum stað. En ég ætti að koma strax ef mér fannst eitthvað vera ekki í lagi. Svefnleysi gerir allt miklu verra og ýkir upp allar slæmar tilfinningar – það er staðreynd.

“Tekið eftir því að það er nákvæmlega ekkert sem bíður mín á netinu. Það eru fáir sem hafa samband að fyrra bragði, enn færri sem spyrja mig hvernig mér líður, það er kannski sjálfselska af minni hálfu en ég hef bara ákveðna þörf fyrir það. Mér finnst ég vera að troða mér upp á vini mína ef ég er stöðugt að senda þeim, en ef þeir myndu senda mér þá finnst mér frekar eins og þeir hafi virkilegan áhuga á að vita það. Ég hef gert eitthvað í því að láta vini mína vita að því hvernig mér líður og þarm fram eftir götunum en er mjög hrædd um að ef ég myndi sleppa því myndu fáir ef einhverjir hafa samband. Hef ég virkilega svona þörf á samþykki annara?”

Við tóku síðan vikur af mismunandi lyfjum og ég held að loksins sé ég komin allavegana nær því að vera á réttum stað lyfjalega séð þrátt fyrir að hafa 1x þurft að ganga í gegnum fráhvörf sem voru það slæm að ég gat ekki einu sinni hugsað um börnin mín. Staðan er þannig hálfu ári seinna að ég er ekki enn farin í vinnu aftur og í hreinskilni sagt veit ég ekki hvenær það gerist. Síðustu mánuði hef ég hitt geðlækni reglulega og hálf einangrað mig frá öllum nema mínum nánasta fjölskylduhring. Bæði því ég skammast mín vegna þess að veikindi mín sjást ekki utan frá og af kvíða við að hitta fólk því ég er stöðugt hrædd um að það sé að dæma mig fyrir að vera “aumingi”. Veikindaleyfið mitt var nauðsynlegt, eins og ein orðaði þetta, þá hefur það án efa bjargað lífi mínu, ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild. Ferlið að koma sér aftur á réttan stað eftir svona áfall er langt og erfitt – og það mun taka tíma, þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa með alla ævi. Það hafa ekki allir þolinmæði fyrir þessu eða skilning á því hvernig þetta virkar, en ég hef verið að segja sjálfri mér það stöðugt að ég get ekki ráðið því hvernig aðrir bregðast við þessu, bara hvernig ég tekst á við þetta.

“Börnin eru allavegana glaðari, símanotkunin mín hafði greinilega mun meiri áhrif á þau en mér hefði dottið í hug. Hólmgeir orðinn mun hjálpsamari t.d þegar Hulda María er í vondu skapi og þau bæði orðin mun hjálpsamari heima þar sem ég tek mér minn tíma við að hjálpa þeim hjálpa mér. Tek eftir hlutum sem ég hefði aldrei tekið eftir annars. Hvað ætli ég sé búin að missa af miklu við að skoða instagram? Þó ég hafi aldrei misst af stóru hlutunum er ég búin að sjá megnið af þeirra stærstu viðburðum í gegnum myndavélina á símanum án þess svo mikið sem horfa upp. Það er sorglegasta uppgötvun sem ég hef gert á mínum 27 árum.”

‘Social media blackoutið’ mitt hefur verið skref í átt að bata. 4 vikur af takmörkuðum samfélagsmiðlum. Ég hef ekki alltaf staðið mig jafn vel og ég vildi og suma daga hef ég hreint ekki staðið mig vel, punktur! En ég er búin að gera mitt besta. Í gegnum þetta hélt ég dagbók sem hjálpaði mér helling. Í gegnum þessar vikur sá ég hvað samfélagsmiðlar hafa slæm áhrif á það hvernig mér líður og hvernig ég hugsa en ég hafði alltaf grun um að það væri stór partur af vanlíðaninni minni. Bæði samfélagsmiðlar og það hversu háð símanum mínum ég var, þó svo að þegar ég hugsa um það er ég ekkert svakalega háð símanum mínum sem slíkum, ég til dæmis hata að tala í símann og hver sendir sms lengur? Nema Selma, hún sendir sms, sem betur fer fyrir mig. Smsin hennar hafa verið kærkomin í gegnum þessar vikur. Ég var stöðugt að bera mig saman við aðra, reyna að gera betur en þeir í kringum mig og alltaf svo óendanlega forvitin um hvað væri að gerast hjá öðrum í staðin fyrir að setja bara símann niður og horfa á það sem var að gerast í kringum mig.
Ég sá myndband á facebook um daginn um snjallsímanotkun hjá yngri kynslóðinni miðað við þá eldri og sá þar mjög góðan punkt. Þegar eldri kynslóðin situr og vinnur t.d í tölvu er snjallsíminn við hliðina á tölvunni og hún vinnur bara án þess að pæla í símanum nema hann hringi – sú yngri hefur símann á milli lyklaborðsins og sín stöðugt að tékka á hverju einasta pípi meðan það vinnur, þar með að láta símann hafa áhrif á vinnuna. Ég hef sjálf gerst sek um þetta, hanga allt of mikið í símanum í vinnunni. Alltaf að nota þá afsökun að þetta sé eitthvað mikilvægt eða ég sé “bara að hlusta á tónlist” sem er náttúrulega kjaftæði.

Ég ætla að hætta þessu, þetta bæði tefur vinnuna mína og er vanvirðing við vinnuveitanda og samstarfsmenn. Það er orðið ógnvekjandi hversu há prósenta af fólki á mínum aldri er háð símanum sínum. Auðvitað er þetta orðið mikilvægur partur af lífi sums fólks vegna til dæmis vinnu og uppá öryggi að gera en hefur þú ekki lent í því að vera að tala við einhvern og hann er stöðugt í símanum? Jafnvel heldur bara á honum og ef hann hringir og fólk segir “ég ætla ekki að svara þessu” eins og það sé þvílíkt mikill heiður, að vera mikilvægari en sími, ég hafði aldrei áttað mig á því hvað þetta er dónalegt því mér fannst ég alltaf geta multitaskað svo vel og hlustað, horft og talað meðan ég var að uploada mynd á Instagram. Ég hafði rangt fyrir mér. Maður á að sýna manneskjunni þá lágmarks virðingu að allavegana horfa á hana meðan hún talar.

Tíðni þunglyndis og sjálfsmorða hefur svo hækkað samhliða þróun snjallsíma og samfélagsmiðla – það er staðreynd og eru til ótrúlega margar greinar og rannsóknir sem styðja það. Ég er búin að eyða miklum tíma í að lesa hinar ýmsu greinar og horfa á fyrirlestra um þetta málefni. Kynnið ykkur þetta efni, skoðið það. Ég vissi til dæmis ekki að ef þú myndir spyrja ungmenni í Bretlandi hvort þau myndu frekar fórna interneti eða hita og rennandi vatni þá er skelfilega há prósenta sem myndi fórna þessum grundvallar þörfum sem hiti og vatn er. Svo er auðvitað spurning hvað þau myndu velja ef þau stæðu andspænis þessu vali og neyddust til að velja – en það er hugarfarið sem ég er hrædd við, að internet sé mikilvægara en hlýja og eitthvað sem við þurfum til að lifa. Þarftu internetið virkilega svona mikið?

“Hvenær kemur Tryggvi heim? Ég er að sökkva og mig langar ekki að gera þetta lengur, hugsanirnar komu aftur í kvöld. Er ég virkilega þess virði að fá að lifa?”

Ég notaði app sem heitir Offtime til að takmarka samfélagsmiðla tímann minn og ég mæli með því að allir sem vilja takmarka síma tímann sinn noti það. Forritið virkar svoleiðis að þú getur sett ákveðin öpp á bannlista, svo þegar þú kveikir á Offtime geturðu ekki opnað þau. Það meir að segja gefur þér sæt skilaboð þegar þú reynir það eins og “shhh you can do better than that” og það lætur þig vita þegar þú ert búin/n að vera í símanum í 10 mín, 20 mín og þar fram eftir götunum svo þú missir ekki alveg tímaskynið en það er mjög algengt hjá mér og held ég mjög mörgum öðrum. Þú ætlar rétt að kíkja á facebook og svo boom, klukkutími liðinn og þú veist ekkert hvert hann fór og þetta virtust bara vera nokkrar mínútur. Offtime er líka þannig að það er hægt að stilla það til að það kveiki á sér á ákveðnum tímum. Það er hægt að slökkva á því hvenær sem er með því að halda puttanum á skjánum í nokkrar sekúndur og þá slekkur forritið á sér sjálfkrafa eftir eina mínútu. Í flestum tilfellum var ég auðvitað ekki að opna símann til neins svo ég hreinlega nenni ekki að bíða í heila mínútu eftir að forritið slekkur á sér.

Fyrst var það þannig að ég kveið því að Offtime myndi kveikja á sér, mér fannst ég þurfa að vinna upp þann litla tíma sem ég hafði á netinu í að ‘soak it all up’ og horfa varla upp úr símanum að reyna að vera eins og svampur á allar þessar gagnslausu upplýsingar. Þegar tíminn var loksins byrjaður hálf taldi ég niður (ekkert hálf, ég bara taldi niður) í að ég kæmist næst á netið.  En svo breyttist það. Einn daginn var ég töluvert mikið í símanum og fór að finna fyrir þreytu í augunum, höfuðverk – og ég fór að hlakka til að Offtime myndi kveikja á sér. Ég notaði svo Cold Turkey í tölvunni en það sker algjörlega á notkun forrita sem þú setur á listann en ef þú vilt geta sett eitthvað plan á það til að pása þarftu að borga fyrir það.

En hvað gerðist á þessum 4 vikum, breyttist eitthvað?

Samhliða þessari tilraun hafa lyfin sem ég er á verið að byrja að virka svo það hjálpaði til. Hugsanirnar breyttust ekkert mikið á þessum 4 vikum, ég var enn þá að bera mig saman við annað fólk þar sem ég held að þetta sé bara orðið brennt í hausinn á mér, hversu mikið vanþakklæti fyrir allt það góða sem ég hef í lífinu mínu? En ég lét það ekki hafa jafn mikil áhrif á mig, ég reyndi að einbeita mér meira af því sem ég hef og því sem er að gerast í kringum mig. Ég hló meira á þessum 4 vikum heldur en ég hef gert samtals síðustu 6 eða 7 mánuði og ég var ekki alltaf jafn þreytt. Síðan ég hrapaði niður í september hef ég alltaf þurft að leggja mig á daginn því annars komst ég ekki í gegnum daginn en ég hef ekki þurft þess undanfarið, mig hefur langað það vissulega en það var meira vani heldur en eitthvað annað er ég viss um. Það var auðvitað partur af því að ég var að byrja á nýjum lyfjum, skipta, hækka skammta og svoleiðis en ég vill líka halda að þetta stöðuga áreiti hafi átt þar stóran part. Ég hef verið duglegri heima við hin almennu heimilisstörf og haft meira gaman af því að halda heimilinu mínu hreinu. En þetta hafði ekki bara góð áhrif. Ég gerði svo sem ekki ráð fyrir því, ég gerði alveg ráð fyrir að þarna myndi ég sjá hverjir myndu reyna að hafa samband við mig, ekki alltaf ég að hafa samband við annað fólk. Því ég er þannig, ég er svo einmana að ég þarf alltaf að vera að tala við einhvern – ekki að það breyti því hvað ég er einmana en mér finnst ég alltaf þurfa að fylla uppí þetta hol sem ég finn fyrir, kannski er þetta hræðsla við að vera ein með sjálfri mér og leyfa heilanum mínum að fara á flug – einfaldlega því hann endar ekkert alltaf á góðum stað.

Þó þessar 4 vikur séu liðnar ætla ég ekki að eyða Offtime úr símanum, ég ætla að halda áfram að reyna að halda símanotkun í lágmarki. Ég veit að það er það besta fyrir mig, fjölskylduna mína og við eigum það skilið.

ENGLISH VERSION.

*Through out the blog there will be bits from my journal that I kept through this in italian lettering, they are put in time order though I don’t specify the date.*

To understand me better and the last few months in my life you should know what happened, what got this idea started.

Around the middle of september I stumbled into the psychiatric emergency room, completely deprived of sleep and at my complete lowest. I whispered to the receptionest that I needed help, I was severly suicidal and I didn’t know what to do, who I should look to, but I knew if I didn’t get help I would be a danger to myself (I didn’t say it this clearly, I whispered so I’m sure she heard about every 3rd word, there were people in there and I was embarressed and ashamed).

“This is a lot harder than I thought it would be, I’m having a hard time letting go. It’s the habit of picking up my phone and open it, today I opened it 68 times! For what? To open Facebook and scroll down to see mainly ads?”

The truth is I have never been in such a bad place as back then. I had my own suicide all planned out.  What time of day was best, how it would be best to execute my plan, even what I would wear (of course I couldn’t look as bad as I felt, there always has to be this filter on everything) and I had decided who I wanted to find me. I decided that I’d call my dad and ask him to help me with something and have done it by the time he got here. I thought he would be the most likely to think rationally through this. How disturbing to pick a parent who is more likely to handle finding their child dead? I feel like that shows it best how delusional I was. I was convinced I was a burden on everyone who knew me and I was a leech that had no place in this world and it would be a little better with out me in it. My children and husband deserved better than having a sick mother and wife. I still get those thoughts but am in a better place to deal with them. I know they are wrong even though they tend to get very convincing and when that happens I think about who much my children love me, how much they need the love, care and support of their mother. I think about how much my husband has done for me through this whole ordeal, that must mean he loves me and I want to believe I have also made his life a little better  even though sometimes I have definitely made it a lot harder.

“I’m so lonely, I’m trying to find excuses to go online. I’m restless even though I’m busy. I feel like I’m drifting away from my friends more and more each day.”

At the psych ward I received nothing but kindness and support. Everyone were ready to help and find out why I was feeling like this. My emotions were all over the place, I was so grateful to get the help I needed but I still felt guilty because I didn’t feel I deserved it at the time, there were other people closer to death. First my treatment was all about fixing my sleep and they offered me to come and stay for a few days while I was getting back on track. I didn’t have it in me because of my children but since I got to sleep over at my mother in laws house we agreed I was in a safe place and that I’d come back if there was something slightly wrong. Being sleep deprived makes everything wrong and magnifies all bad feeling – it’s a fact.

“I’ve noticed there is literally nothing that awaits me on the internet. There are only a few people that contact me first and even fewer that ask how I’m doing. It may be selfish on my behalf but I have a certain need for it. I feel like I’m intruding if I’m constantly contacting them telling them how I feel, but if they would contact me they would have a genuine interest in knowing how I feel but I’m so afraid that if I don’t update them on how I feel no one would really care. Am I this needy for other peoples approval?”

The next few weeks went into trying new meds and I feel like I’m finally in a better place regarding my meds even though I’ve once had to go through such bad withdrawals I couldn’t even take care of my kids. Now 6 moths later I’m still not back at my job and honestly I don’t know when that’s going to happen. The last few months I have isolated myself from everyone except for my closest friends and family, both because I’m ashamed of other people judging me for being “weak”. My sick leave was what changed my life and I don’t want to think about what would happened if I’d waited a week more to go to the ER. The process of getting back on your feet after a trauma like this is such a hard thing and it will take time. It’s something I have to live with my entire life. Not everyone have the patience to deal with it or the understanding. But I have been telling myself constantly that I am not in charge of how other people react to this, just how I deal with it.

“Well at least the kids are happier, my phone use was obviously affecting this more that I could have ever imagined. Hólmgeir has gotten a lot more helpful, like when Hulda María is having a hard day and they both are are a lot more helpful around the house since I have started to help them help me. I noticed so many more things now that I never would have noticed other wise. I wonder how much I’ve missed while scrolling Instagram? Even though I’ve never missed the big times I’ve seen most of them through the camera on my phone without so much as looking up.”

My social media blackout has been one step towards my recovery. 4 weeks of limited social media. I haven’t always done a good job and some days I haven’t even done a decent job but I tried my best. Through this I kept a diary that helped immensely and was very interesting reading afterwards. In those 4 weeks I saw just how much social media affected my mental health in a bad way and I always suspected it to be a big part of my depression and anxiety. Both social media and how addicted to my phone I was. But when I think about it I’m not really that addicted to my phone per say.  I hate calling and texting – who even texts anymore? I was constantly comparing myself to other people, trying to out do those around me and always had my nose in other peoples business instead of just putting my phone down and watch what was right in front of me.

The other day I saw a video on Facebook that was about smart phone use of younger people versus the older generations while working for example on computers, and it had a very valid point. The older generation while working has their phone on the side and just focuses on their job while the younger people have their phone right in front of them between the keyboard and themselves constantly checking the phone and attending to every beep. There for affecting their job. I have been guilty of that, use my phone way too much during work. I always used the excuse this was something really important or I was “just listening to music” which is total bullshit.

I’m going to stop this. This affects my job and is unbelievably disrespectful towards my employer and fellow employees. It is extremely scary how many people my age are severely addicted to their phones. Of course for some people their phones are really important job wise and security wise but haven’t you ever been talking to someone and they are just looking down on their phones? Even just holding it and it rings and people immediately say “I’m totally not going to answer it” – like it’s such an honor to be more important than a phone. I never realized how rude that was because I always felt like I was sooo good at multitasking, lusten, watch and talk while I was uploading a picture on Instagram.
I was wrong. You are supposed to show the person you’re talking to the basic respect of at least looking them in the eyes while talking to them.

Suicide and depression rates have skyrocketed as smart phones and social media use grows. It’s a fact and there are tons of articles and research on the subject to verify it. I have spent a lot of time reading them and watching lectures on the subject. Look into it. Please.
I for example didn’t know that if you were to ask young people in the UK if they’d rather sacrifice internet of basic utilities like heat and water, a terrifyingly high percentage would choose internet. Then of course there’s the question what they would actually choose if they had to make the choice but it’s the mindset that is off-putting. That internet is more important then warmth and something we need to survive. Is the internet really that important?

“When is my husband coming home. I feel like I’m sinking and I don’t want to do this anymore. The thoughts returned tonight. Do I really deserve to live?”

I used an app called Offtime to limit my social media use and I highly recommend it for everyone who wants to limit their phone time. In the app you putt certain apps on a “ban list” and when you turn Offtime on you can’t open your banlisted apps. It even gives you cute notes like “Shhh you can do better than that” and it lets you know how long you’ve spent on your phone so you don’t loose track of time but it’s so common that you feel like you’ve spent a few minutes scrolling and then suddenly those minutes turn into an hour and you have no idea what you spent that hour doing. When using Offtime you can also set a schedule so it turns on at certain times. You can of course turn it off at any time but to do that you have to press down on the screen and then wait for 60 seconds and most of time time when I open my phone I don’t really have anything to do so I don’t even bother trying to wait for that minute. For my computer I used something called Cold Turkey but that completely cuts off programs you put on a banlist and if you want to put up some sort of schedule you have to pay for it.

But what changed during those 4 weeks?
Along with this experiment of mine my new meds have started to work so that without a doubt helped. My thinking didn’t really change during this time, I’m still comparing myself to other people and I think that I’ve just been doing it for so long it’s branded into my mind and I feel like it’s so ungrateful for all the good things in my life. But I didn’t let it affect me as much as I did, I try to focus on on what I have and what’s happening in my life. I laughed more during this time than I have for the past 6 or 7 months which was amazing and I wasn’t as tired all the time, I used to have to take a nap every day just to make it till the evening, Sure I’ve wanted to take a nap but I think that’s more because of habit than anything else. My meds of course helped but I’m also sure that the constant interruption from computers, television and phones had a big part in it. I’ve also enjoyed taking care of myself and my house more, I like to keep it clean and nice and that hasn’t been like that for a long long time.

But it wasn’t all good. I figured I’d see who has interest in talking to me with out me chasing after them and who my real friends were. I again just have that need. I’m so lonely I have to constantly talk to people – not that it changes my lonely but I’m always trying to fill up that void I feel inside of me, maybe it’s just me being afraid of being alone and letting my mind wander because most of the time it wanders off to the bad places in the back of my mind.

Even though those 4 weeks are over, I’m not deleting Offtime, I’m going to keep my phone use to a minimum because I know that’s best for me and my family. Because we deserve it.

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: