Bláberjamuffins – uppskrift

Ég er búin að vera alla helgina á naglanámskeiði, en ég var að bæta aðeins við þekkinguna með því að læra á ný efni. Er búin að vera gera gel neglur lengi en er að bæta akrylnum við. Námskeiðið var törn og var ég í skólanum frá morgni fram til kl 18 og átti þá eftir að keyra heim í Njarðvík. Það sem ég þráði mest báða dagana var auðvitað að komast heim sem fyrst til að knúsa litla molann minn og eiga góða kvöldstund með strákunum mínum. En þar sem Fannar sofnaði svo snemma báða dagana ákvað ég að nýta tímann og skella í smá bakstur. Ég smellti í uppahálds muffinskökurnar mínar. Þessar muffins elska ég alveg, en þetta eru bláberjamuffins. Ég fann upskriftina á vafri mínu á netinu fyrir töluvert löngu síðan og hef gert hana nokkrum sinnum og þær svíkja aldrei. Langar að deila með ykkur uppskriftinni.

img_1866

Bláberjamuffins

2 bollar hveiti
2 tsk lyftiduft
¾ tsk salt
½ bolli smjör
1 bolli sykur
2 stór egg
1 tsk vanilludropar
¼ tsk möndludropar
½ bolli mjólk
2 bolli bláber (ég notaði frosin)
2 msk hrásykur

  1. Hitið ofninn í 180°C. Best er að nota muffinform og setja pappírsform í hvert hólf (annars nota bara pappírsform en múffurnar eiga þá eftir að leka aðeins meira til hliðana.
  2. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti
  3. Þeytið saman smjör og sykur í u.þ.b. 2 mín. Bætið eggjunum saman við, einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið svo vanillu- og möndludropunum saman við og hrærið.
  4. Bætið hveitiblöndunni varlega við, svo mjólkinni og hrærið saman á lágum krafti. Í lokin er berjunum bætt við og deigið hrært mjög varlega saman með sleif. Passið að vinna deigið ekki of mikið því þá litast það og verður berjablátt.
  5. Fyllið pappírsformin með deiginu og dreifið smá hrásykri jafnt yfir hverja múffu.
  6. Bakið í u.þ.b. 30 mín (fer eftir ofnum). En kökurnar eiga að vera gullinbrúnar og kökupinni að koma hreinn út ef stungið er í eina kökuna.

Verði ykkur að góðu 🙂

hildur-hlin

 

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *