Bíllinn hans Fannars

Screenshot_2016-10-06-23-40-20

 

Ég fæ mikið af fyrirspurnum um bílinn hans Fannars Mána, en bílinn fékk hann frá okkur í eins árs afmælisgjöf. Halldór minn er mikill bílakall og var búinn að leita lengi að bíl fyrir hann en honum fannst (og reyndar mér líka) að Fannar yrði að eiga “alvöru” bíl. Þegar við vorum á rölti í bænum á 17. júní í sumar þá sáum við foreldra með tvö börn sem keyrðu á litlum Audi-um um allt og ég varð veik því mig langaði svo í þannig bíl fyrir hann, þetta var bara svo krúttlegt að sjá börnin keyra sjálf og bílarnir voru svo flottir. Við fórum strax í að googla þegar við komum heim og fundum bílana og fleiri til. Í þessu google ferðalagi rákumst á Range Roverinn og vorum við bæði sammála að þetta væri bílinn fyrir hann. Bílin fundum við á Ebay (http://www.ebay.co.uk/itm/281847938405) og kostaði hann 170 pund (ca 24.000) og ég mæli með þessum seljanda en hann er með 100% góðar athugasemdir á Ebay og var búinn að senda bílinn innan við 24 klst eftir að við pöntuðum. Við vorum það heppin að geta látið senda hann á breskt heimilisfang og tekið hann heim sem farangur. Kassinn var svolítið stór en vel þess virði 🙂

Set hérna með helstu upplýsingar um bílin góða. 

Bílin er hægt að fá í þremur litum, hvítan, svartan og rauðan, en við völdum að hafa hann hvítan.

Bílinn gengur fyrir rafhlöðu (12v) – sem er endurhlaðanleg.

Hægt er að stjórna bílnum með fjarsýringu en einnig er petali sem barnið getur notað þegar það verður eldra. 

Keyrir á 2-4 km hraða.

Fyrir börn allt að 7 ára.

Eitt sæti (með öryggisbelti).

Stærð 120 x 66 x 52 cm.

Starthljóð þegar lykill er settur í og bílnum startað.

Flauta.

Tengi fyrir Mp3 spilara (kapall fylgir).

Lýsing í fram- og afturljósum.

Stefnuljós.

Gírstöng (þrír gírar og bakkgír).

 

Bílinn átti Fannar upphaflega að fá í jólagjöf en við foreldrarnir gátum ekki beðið eftir að byrja að nota tryllitækið að það endaði með að hann fékk hann í afmælisgjöf 😉 Fannar dýrkar alveg bílinn sinn og finnst fátt skemmtilegra en að fá að sitja og stýra. 

 

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *