Bestu andlitsmaskarnir að mínu mati !

Bestu andlitsmaskarnir að mínu mati !

 

Þessir maskar eru það sem ég nota lang lang mest ! Þetta er auðvitað smekksatriði hjá hverjum og einum en mér langaði að gera smá lista með mínum uppáhalds möskum og það sem ég nota og kaupi alltaf aftur og aftur.  Húðin okkar er eitt af mikilvægasta sem við eigum og verðum við að hugsa vel um hana.

 

claybabe

ClayBabe frá Skinboss

Hann hjálpar við stíflum,þreyttri húð og glansandi T-svæði. Ver gegn öldrun húðarinnar,jafnar fituframleiðslu og sótthreinsar. Fæst á skinboss.is .

glam glow

GlamGlow

Hreinsar MJÖG vel svitaholur og fílapensla. Ef þú eruð með viðkvæma húð þá mæli ég ekki með honum fyrir þig.  Fæst í Hagkaup og í Fríhöfninni

tee tree

Tea Tree

Ég er mjög mikið fyrir maska sem hreinsa vel upp bólur og fílapensla. Ég er með mjög feita húð á T-svæðinu og þessi hreinsar svakalega vel upp það svæði.  Fæst í Body Shop.

vitamin e

Vitamin E

Svakalega góður rakamaski frá Body Shop. Gefur húðina ótrúlega góðan raka og set ég hann á mig á kvöldinn áður en ég fer að sofa og vakna eins og barnarass daginn eftir. Fæst í Body Shop

banana

Banana Sleeping Pack

oooog síðast en ekki síst er sá besti sem ég hef prófað, eða allavega sem rakamaski. Banana sleeping pack er einstaklega rakagefandi nætur-maski sem vinnur á húðinni meðan þú sefur.  Þú vaknar endurnærð/ur og með fáránlega mjúka húð daginn eftir.  Fæst á bananamilk.is

Við eigum allar skilið smá dekur…

Þangað til næst elskurnar <3

hilduryr

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: