Berjast Down Parka frá ZO-ON ICELAND

Varan er fengin að gjöf frá Zo-On Iceland

Þetta er í fyrsta skipti sem ég eignast flík frá Zo-On, eða bara úlpu úr þessum gæðaflokki yfir höfuð og guð minn góður ég skil svo vel hvað fólk talar um núna.

Ég fékk Berjast Down Parka og valdi hana í svörtum, bæði svo við Tryggvi myndum passa saman og .. ég geng eiginlega bara í svörtu – þarf að leyfa hárinu að vera í aðalhlutverki skiljiði en það er hægt að fá hana í 2 litum til viðbótar, sinnepsgulum og gráum.

Processed with VSCO with preset

Processed with VSCO with preset

Berjast úr nýjustu vetrarlínu Zo-On og er með 80/20 dúneinangrun auk þess að vera úr vatnsheldu dimondium efni. Það sem heillar mig líka alveg rosalega mikið er að það er greinilega hugsað um öryggi en á úlpunni eru 2 endurskinsmerki, eitt aftan á hettunni og einn renningur hjá vasanum sem þú getur svo stungið ofan í vasann ef þú þarft ekki að nota hann. Ég er eiginlega ekki búin að fara úr úlpunni síðan ég fékk hana en finnst hún vera svo hlý og þykk án þess að vera heftandi. Ekki skemmir fyrir að hún er í þessari klassísku sídd svo hún passar eiginlega við allt.

Processed with VSCO with preset

Þú getur svo ef þú vilt tekið loðkragann (sem er gervi by the way, hversu gott!) af, en ég held ég muni ekki gera það neitt á næstunni, hann er svooo mjúkur.

Ég er í skýjunum með þessa úlpu og get ekki beðið eftir fyrsta alvöru snjónum til þess að geta prófað úlpuna alminnilega (það er eina ástæðan fyrir því að ég vill snjó, ekki að grínast).

Vertu með, vertu Zo-On!
Þangað til næst

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *