Batman-veisla

Batman-veisla

Sunnudaginn 22. október átti sá merkilegi atburður sér stað að einn heimilismanna, Óliver Þór, varð 5 ára. Minn maður hafði sínar hugmyndir um hvernig afmælið ætti að vera og óskaði eftir Batman-afmæli. Ég fór því á stúfana að leita og vildi að sjálfsögðu gera daginn ógleymanlegan fyrir litla kút. Þó með það til hliðsjónar að setja okkur ekki á hausinn við veisluhöldin. Þar sem við keyptum engar veitingar var hægt að kaupa eitthvað af skreytingum en svo nýttum við líka það sem var til á heimilinu fyrir. Hér er útkoman:

 

Erfitt reyndist að finna varning með klassíska merkinu eins og við þekkjum það, þið vitið gulur bakgrunnur svört leðurblaka. Eftir mikla leit heyrði ég af því að þetta væri skrásett vörumerki og því væri lítið af vörum í boði. Eina sem hægt var að fá voru bláir batmankarlar og svo einhvers konar Batman eftirlíkingar. En við dóum nú ekki ráðalaus og hér var haldin sannkölluð Batman veisla.

fullsizeoutput_c40

Ég fann 2 dögum fyrir afmælið þessar fínu afmælisblöðrur hjá partyvorur.is en mér hafði eitthvað yfirsést af þessu í leitinni. En þær björguðu þessu að sjálfsögðu fyrir okkur með engum fyrirvara, sem betur fer. En ég var einnig mjög glöð að finna þessa svörtu talnablöðru hjá þeim líka því mér fannst einhvern veginn ekki passa að vera með gull- eða silfurlitaða.

fullsizeoutput_c3f

Makkarónurnar pantaði ég svo hjá Sætmeti Sæunnar en ég valdi mér saltkaramellukrem í þessar gulu og súkkulaði-expresso í þær svörtu. Þetta kom mjög vel út þar sem þessar gulu voru mjög sætar, þá var virkilega gott að hafa súkkulaðikaffibragð af hinum með, sem ekki var eins dísætt. Ég pantaði þær í gegnum facebook og þær voru tilbúnar samdægurs. Þær komu í guðdómlega fallegum umbúðum (já ég er að fara að troða einhverri jólagjöfinni í ár í þær!) og ég þurfti ekki að gera flennistóra pöntun til þess að fá að velja lit eins og stundum er hjá stærri fyrirtækjum.

Batman 2

Möffinskökurnar (já þetta heitir möffins!) gerði ég svo sjálf, bara vanillukökur og gult smjörkrem ofan á. Þessar sætu batmanskreytingar utan um kökurnar og pinnarnir ofan á eru frá Partývörum. Það var að sjálfsögðu nauðsynlegt að hafa sjálfan Leðurblökumanninn á svæðinu og prýddi hann veisluborðið ásamt veitingunum.

Batman 6

 

Mágkona mín er svo gríðarlega hæfileikarík og bauðst hún til þess að aðstoða og þegar það boð kemur segi ég bara yfirleitt ekki nei! Hún kom færandi hendi með þessa dásamlegu batmanköku en innihaldið er vanillukaka með einhverju súkkulaði-karamellukremi að ég held og lakkrísbitum, virkilega gómsæt blanda. Ég er yfirmaður stressnefndar þegar kemur að veisluhöldum og viðburðum og ég er alltaf viss um að hlutirnir verði ekki eins og þeir eiga að vera en eftir 80 manna skírnarveislu þar sem allt gekk eins og í sögu þá sá ég að lykilatriðið er að ÞIGGJA HJÁLPINA sem býðst! Ekki reyna að gera allt sjálf/ur þó svo að þér finnist þú gera allt betur eða sért viss um að þeir sem bjóða hjálpina geri hlutina ekki rétt!

Batman 5

Þegar maður er bara 5 ára og má ekki fá gos þá þarf að hafa eitthvað meira spennandi og þá reynir oft á hugmyndaflugið. Við vorum með gos á boðstólum í veislunni en börnin veittu því enga athygli enda batmandjús í boði. Krukkuna fékk ég í Pier einhvern tíma fyrr á árinu en í hana setti ég svo ananasþykkni og vatn og slatta af klökum. Þarna kom sér svo vel að eiga krítarlímmiðana frá Twins.is en ég græjaði leðurblöku á einn límmiðann og klippti út.
Batman 8

Veislan heppnaðist vel í alla staði og minn maður var himinlifandi með daginn og við pabbi hans þökkum öllum kærlega fyrir komuna og fyrir drenginn.

Batman 4

 

Ef þið eruð með einhverjar spurningar, ekki hika við að skilja eftir komment hér að neðan ????????

Author Profile

Selma

Selma er 27 ára móðir frá Húsavík. Búsett í Reykjavík ásamt syni sínum Val Frey (2017). Hún er með Ba. próf í almennum málvísindum og leggur nú frekari stund á nám í íslensku við Háskóla Íslands. Áhuginn liggur í flestu tengdu Íslandi og íslensku en einnig öllu sem viðkemur móðurhlutverkinu, heimilinu, lífsstíl, þrifum, skipulagi og svo mörgu öðru.


Facebook Comments