Bananabrauð

Bananabrauð

Seinustu helgi bauð ég vinkonu minni í morgunkaffi og gerði bananabrauð fyrir okkur. Ég átti nokkra banana sem voru orðnir vel þroskaðir og hentuðu þeir vel, ég elska allt sem er með bönunum í og ég dýrka þetta brauð. Það er líka svo ótrúlega einfalt að gera það og ég mæli með að skella í þetta brauð þegar þú býður einhverjum í kaffi til þín, það slær alltaf í gegn.

 

 

Uppskrift af bananabrauði:

  • 2 bananar
  • 1/2 bolli sykur
  • 1 bolli hveiti
  • 1 egg
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt

Þurrefnum blandað saman. Bananar stappaðir og blandað saman við ásamt eggi og hrært saman með sleif.  Svo er þessu skellt í smurt form og bakaði í 30-40 mín á 180°c.

Viktor Óli er með bráða ofnæmi fyrir eggjum og ég sleppti egginu og setti no egg replacer (veit ekki hvað þetta heitir á íslensku) og brauðið bragðast nákvamlega eins.  Hægt að kaupa No Egg Replacer í krónunni.

img_8027

Gott er að bera fram smjör,ost og ávexti með þessu brauði.

*Þangað til næst*

hildur

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: