Auðveldur pastaréttur !

Auðveldur pastaréttur !

 

 

Það eru margir sem gera sér pastarétt og þekkja ábyggilega þennan en langaði samt að deila honum með ykkur því það er svo svakalega auðvelt að skella í hann og hægt að hafa hvað sem er í þessum pastarétt. Ég geri hann mjög oft þegar ég þarf að losa út ískápnum og blanda allskonar grænmeti sem er mjög gott.

 

Uppskrift:

 • Pasta (ég nota bara eitthvað sem ég á)
 • 1/2 pipar ostur
 • 1/2 mexíkó ostur
 • Lítil ferna rjómi
 • 1/2 pakki skinka ca. 100-150 gr
 • 100-150 gr bacon
 • slatti af sveppum
 • paprika,laukur og eitthvað sem er til í ískápnum

 

 • Sjóða pastað þangað til það er tilbúið

Sósan:

 • Hita rjóman við lágann hita. (stillir helluna á svona 1,5-2), bætir pipar og mexíkó ostinum útí og lætur það blandast vel saman. Það er allt í lagi þó það séu smá kekkir það gerir það ekkert verra. Láta þetta malla þangað til sósan er orðin nægilega þykk.

Kjöt/grænmeti:

 • Steikir allt saman á pönnu með ólivolíu

 

Öllu blandað saman í potti eða skál. Mjög gott með hvítlauksbrauði 🙂  Mjög auðvelt og gott að skella í þennan pastarétt ef þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ætlar að hafa í matinn.

 

*Njótið*

hilduryr

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: