Arctic Fox

Færslan er ekki kostuð og keypti höfundur vöruna sjálfur.

IMG_20170430_115638_316

Þessi mynd var tekin eftir að ég litaði hárið í fyrsta skiptið og var ekki búin að þvo það með sjampói – sjáið hvað það var töluvert dekkra en það er núna .

Hallóhallóhalló!
Eins og margir hafa séð finnst mér ótrúlega gaman að vera með skæra liti í hárinu, ég er búin að prófa það flest – en einhvernveginn enda ég alltaf með fjólublátt eða bleikt (eða bæði!). Ég elska að prófa mig áfram með nýja liti og ný merki en merkið sem ég er að nota núna heitir Arctic Fox og er að vinna sig ekkert smá hratt upp í áliti hjá mér. Ég keypti litina hjá Deisymakeup hér en ég byrjaði á að kaupa mér Virgin Pink og Violet Dream. Ég hef bara prófað Virgin Pink 2x en stefni á að prófa fjólubláa litinn innan nokkurra vikna.

Ég ætla samt að taka það fram að ég aflitaði á mér hárið í bæði skiptin áður en ég setti litinn í.

IMG_20170519_112640_413

Hér er svo hárið eftir að ég litaði það í seinna skiptið og hafði ekki enn þvegið það.

Arctic Fox eru frábærir semi permanent hárlitir með engum skaðlegum efnum, þú mættir nota litinn í hárið á hundinum þínum eða barninu! Þeir eru ekkert smá vibrant og lyktin af þeim – ég sver, minnir á Kool-Aid og sumarið. Einn af mörgum kostum Arctic Fox er líka sá að þau gefa 15% af ágóðanum sínum til styrktar hinum ýmsu samtökum sem vinna gegn dýraníð eins og Second Chance Animal Shelter, International Fund For Animal Welfare og Animal Hope and Wellness Foundation og eru þeir einnig 100% vegan svo þar er kominn frábær valkostur fyrir vaxandi hóp vegana á Íslandi sem vilja breyta til og vera sumarlegir.

IMG_20170521_213134_908

Hér er það svo eftir 2 þvotta með sjampói, já og helling af sól.

Ég hlakka ótrúlega mikið til að halda áfram að prófa mig áfram með hárlitina og mun sýna ykkur betur frá þessu á snapchattinu hjá Öskubusku næsta laugardag; oskubuska.is

Þangað til næst!

ES; ég er yfirleitt alltaf með augabrúnirnar í stíl en ég nota annað hvort bleikan liquid lipstick (þessi sem ég nota heitir Hollywood frá Ofra) eða varablýant sem ég á frá L.A Girl (sem ég veit ekki hvað heitir því að mögulega er ég búin að nota hann það mikið að allar merkingar eru farnar af, eh)

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *