ÁRAMÓTIN: be glittery!

Stjörnumerktar vörur eru fengnar að gjöf  en allar skoðanir eru mínar eigin.

Vúhú. 2017 er að klárast og 2018 bíður handan við hornið með öllu sem því fylgir (Hæ brúðkaupsveisla sem ég ætla að halda og er byrjuð að fá kvíðakast yfir þó hún sé ekki fyrr en í lok júlí. Já, ég sagði þetta á innsoginu). Ég hef aldrei verið eitthvað klikkað mikið máluð á áramótunum (held ég 2x max) eða gert neitt brjálæðislega mikið (ooog það verður ekki neitt brjáluð breyting þetta árið, ellin helltist yfir mig og ég er heppin ef ég næ að vaka til miðnættis).

EN ég fékk pakka um daginn frá Lineup.is og vaaaarð að gera eina svona áramótaglimmerförðunarfærslu! Við gerð þessa bloggs fékk ég 3 ótruflaða tíma fyrir framan spegilinn að mála mig og taka myndir og skrifa þetta blogg, hallelujah! Skulum bara kalla það jólakraftaverk.

Processed with VSCO with preset

Þau sendu mér s.s jólapokann* sem er til sölu hjá þeim (og er núna meiraðsegja á útsölu!) en í honum er Sparkle bar augnskugga og glimmer palletta með 6 fallegustu glimmerum sem ég hef séð GIRL – þið verðið ekki fyrir vonbrigðum, og mamma veit að ég er glimmer aðdáandi (sorry mamma). Varagloss eða mattur varalitur að eigin vali ásamt varablýanti og mink augnhár að eigin vali sem hægt er að nota 20-25 sinnum!

IMG_8665_3556690f-ddd5-4784-963b-48d6007c5fd5_grandeBeFunky_Collagepaletta_grande

Ég fékk 2 matta varaliti í litunum Naked og Berry Nude og okey ég skal bara come out and say it og ég kann ekki mikið á varaliti sem eru ekki svartir – en þessir tveir, og sérstaklega Naked eru gullfallegir og þægilegir að nota. Ég fékk einnig tvenn sett af augnhárum frá þeim en þau heita Mojito og Dirty Martini. Í dag notaði ég Dirty Martini en Mojito eru þykkari og ýktari svo ef ég fer eitthvað út á næstunni þá mun ég klárlega nota þau.

BeFunky_Collage_lip_copy_grandejolapoki1_grande

Ég notaði líka nýju 35M metal pallettuna fra Crown sem ég keypti hjá Alena.is um daginn en hafði aldrei komist í að nota. Ég notaði liti úr henni undir glimmerið og svo á neðra augnlokið. Hún er svo falleg og og pigmentuð ég get ekki beðið eftir fleiri tækifærum til að nota hana.crown_brush_35_color_metal_eyeshadow_palette_500x500

Vörurnar sem ég nota svo á húðina er Milani frá Haustfjörð.is eins og ég hef áður sagt frá, þ.e farði og primer en that endless glow er nýji SKIN FROST highlighterinn minn frá Jeffree Star cosmetics! Ég pantaði mér hann og hvítan mattan varalit um daginn og mig langar að velta mér uppúr highligthernum. Held meiraðsegja að það sé til myndband af mér að opna hann og það er næstum því 18+. Ég pantaði highligther í litnum Ice Cold og varalit í litnum Drug Lord. Ooooog ég mögulega þurfti að prófa að klína smá Drug Lord framan í mig. For science skiljiði…

Processed with VSCO with preset

Ég hef svo aðeins verið að gæla við hugmyndina að vera með hanakambinn uppi á áramótunum og setja glimmer í hann, því eins og litla frænka mín segir “glimmer gerir allt betra”. Yay eða nay? Svariði í athugasemdum!

Gleðilegt nýtt ár!
Þangað til næst

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *