Ananaspartý

Ananaspartý

Afmæli er mjög mikilvægur viðburður í mínu lífi og ég reyni mitt besta til þess að gera þau að slíkum hjá mínum nánustu. En ég er týpan sem vil bjóða vinunum í gleðskap og familíunni út að borða eða í kaffi þegar ég á afmæli. Þegar fólk er komið á vissan aldur fer líka bara minna fyrir viðburðum og hittingum því fjölskyldulífið tekur sinn tíma hjá fólki. Ég varð því mjög glöð þegar ég fékk boð í afmæli hjá minni bestu vinkonu um daginn.

 

Hún ákvað að halda almennilegt afmæli þó svo hún ætti ekkert merkisafmæli og væri bara 27 ára. En fyrir vikið uppskárum við í vinahópnum skemmtilegan viðburð og það skemmtu sér allir konunglega. Hún er mikil þema-manneskja (ef það er orð) og ákvað að hafa smá suðrænt tvist í þessu partýi. Eins og þið flest hafið tekið eftir hefur ananas orðið eitthvað tískufyrirbæri nú orðið og má finna ananas varning um allar trissur. Hún ákvað því að hafa smá ananas þema í afmælinu sem mér fannst mjög skemmtilegt.

Í Flying Tiger Copenhagen eða Tæger eins og við þekkjum hana má finna fullt af skemmtilegu ananasskrauti fyrir partýið. Suðræna þemað naut sín vel þó svo að úti væri grátt, blautt og kominn september.

Glösunum fylgdi lok (þið vitið eins og á bíókókinu) sem getur verið heppilegt þegar partýið stendur sem hæst til þess að koma í veg fyrir óþarfa sull.

Að sjálfsögðu var boðið upp á ananassafa fyrir þá sem vildu, nú eða til að blanda með.

Svo má alltaf bæta við suðrænum fíling í hvaða drykk sem er með niðurskornu fíneríi.

Afmælisbarnið var að sjálfsögðu klædd í takt við þemað en hún skartaði þessum glæsta ananassamfesting í tilefni dagsins.

 

Við stöllur fundum svo þennan fína uppblásna ananas einan og yfirgefinn í Tæger og tók ég mér það bessaleyfi að mæta með myndavélina með mér og rak fólkið í myndatöku þegar það mætti. Það er virkilega gaman að hafa myndatöku í vinahittingum sem þessum til þess að varðveita minningarnar á stafrænu formi. Kútinn má svo að sjálfsögðu nýta framvegis í sundi fyrir yngri kynslóðina.

selmaa

Þið getið fylgt mer á instagram hér @selmasverris

Author Profile

Selma

Selma er 27 ára móðir frá Húsavík. Búsett í Reykjavík ásamt syni sínum Val Frey (2017). Hún er með Ba. próf í almennum málvísindum og leggur nú frekari stund á nám í íslensku við Háskóla Íslands. Áhuginn liggur í flestu tengdu Íslandi og íslensku en einnig öllu sem viðkemur móðurhlutverkinu, heimilinu, lífsstíl, þrifum, skipulagi og svo mörgu öðru.


Facebook Comments