Alþjóðlegi vöffludagurinn

Alþjóðlegi vöffludagurinn

Í dag er hinn alþjóðlegi vöffludagar og auðvitað ætlum við að halda hátíðlega uppá hann.
Alþjóðlegi vöffludagurinn á uppruna sinn að rekja til Svíþjóðar en hefur verið haldinn útum allann heim (þó í USA er ekki haldið uppá hann fyrr en 25 ágúst) .

Þegar ég geri vöfflur nota ég yfirleitt þessa uppskrift af Gott í Matinn en þar má finna ógrynni af girnilegum uppskriftum (sem ég er allt of löt að nota en ætla hér með að verða duglegri við það!)

Hér er uppskriftin;
Innihald
2 stk egg
1 msk sykur
250 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar (má sleppa en ég geri það ekki)
3 dl mjólk, sumir setja einn deselítra súrmjólk og minnka þá mjólkina í staðinn (ég nota súrmjólk eða karmellusúrmjólk).
80 g smjörlíki brætt

Aðferð
Sykur og egg hrært saman. Þurrefnunum bætt út í, mjólkinni og svo er bræddu smjörlíkinu hellt út í ásamt vanilludropunum. Passa að þeyta ekki of lengi því þá geta þær orðið seigar.

Í þessari uppskrift á síðunni er líka uppskrift að karmellu en ég hef aldrei prófað það.
Þetta er svo borið fram með súkkulaði, rjóma, sultu, jarðaberjum eða hverju sem ykkur lystir.

Gleðilegann alþjóðlegan vöffludag allir!
p.s ef þú nennir ekki að baka degið sjálfur er Vilko vöffludegið líka æði!

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: