AliExpress

AliExpress

Let’s face it. Við elskum öll AliExpress færslur!
Mig langar til að deila með ykkur nokkrum hlutum sem ég hef keypt undanfarið af aliexpress, þetta verða líklega fleiri en 1 færsla samt þar sem að ég er búin að (ehm, uhm, sorry Tryggvi) kaupa nokkra hluti.

Fyrst þurfti ég AUÐVITAÐ að kaupa nokkra Batman límmiða handa drengnum en þeir taka sig ótrúlega vel inn í herberginu hans.

Screen Shot 2018-01-12 at 8.46.08 PM

Nei hallóóó Þessi sundbolur er mögulega það krúttlegasta sem ég veit um, hann er reyndar ekki með svona gylltu framan á bringunni en /whatever/ Hulda er ótrúlega mikil pæja í honum og þett hárband, ég á ekki til orð. Lætur mig næstum því vilja fara í sund!

Screen Shot 2018-01-12 at 8.46.18 PM

Screen Shot 2018-01-12 at 8.46.33 PM

Þessa tvo vegglímmiða keypti ég inní herbergi krakkana. Hulda María fékk einhyrninginn og Hólmgeir fékk hreindýrið. Það var alveg pínu tricky að festa þetta upp – en með smá þrjósku og aðeins meiri þolinmæði tókst mér það.

Screen Shot 2018-01-12 at 8.47.46 PM

JÁ, GUILTY! Ég keypti svona matching boli handa okkur. Bíð eftir að Tryggvi komi heim af sjó þannig að ég geti tekið sæta mynd fyrir instagram (sem verður pottþétt ekki jafn sæt í alvörunni en samt, no shame)

Screen Shot 2018-01-12 at 8.48.31 PM

HTB1m7xZNFXXXXXBXFXXq6xXFXXXs

Og síðan ekki síst keypti ég þessa mynd og grá svona ský inn í herbergið til Huldu en við förum alveg að fara að taka það í gegn og þá fer þetta upp á vegg.

Segjum þetta gott í bili – það er ekki langt í næstu færslu en ég á von á nokkrum góðum sendingum á næstunni!

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: