Aliexpress haul

Aliexpress haul

AH YES Aliexpress. Ég elska Ali og hef áður gert færslur með því sem ég hef keypt hér og hér.
Hér er það nýjasta sem ég hef keypt. Ég elska að eyða kvöldunum mínum í að vafra um aliexpress og finna fallega hluti.

Þessi ullar bolta borði tekur sig ótrúlega fallega út yfir glugganum hjá Huldu Maríu.

Þessir kertasjakar, þarf ekki að segja meir – þeir eru sætir. Ég keypti 2 svarta og ætla svo næst þegar ég panta að panta 1 hvítan líka til að hafa með.

Pantaði 3 svona, batt þá saman og setti upp í eldhúsinu. Batt líka nokkur gervi lauf við og setti litlar bréfaklemmur á. Ætla svo þegar ég get farið í gegnum listaverkin af leikskólanum að hengja þau á.

Pantaði 3 svona myndir, tvær mynni og eina stærri. Þarf að finna stað fyrir þær en fannst þær bara svoo fallegar að ég gat ekki sleppt þeim! Þær koma bara striginn, en enginn rammi svo maður þarf að græja það sjálfur en hey – totally worth it.

Svo keypti ég þennann spegil. Hægt að fá nokkrar mismunandi gerðir en ég valdi svaninn. Þetta er auðvitað ekkert top notch alvöru spegill en virkar fínt inní barnaherbergið.

Pantaði líka 3 svona sæta stafrófspoka eins og um það bil allir eigaen ég er alveg komin með gubbu á dótakössum – er líka búin að vera að fara í gegnum dót krakkana og 2 pokar inn til Huldu og einn inn til Hólmgeirs er nóg! (Hann á lang mest af legó og playmo sem er í ikea hillum).

Ég varð ástfangin af þessum korkmottum en þær eru fullkomnar undir léttar sósur t.d eða eitthvað álíka – ég ætla reyndar að hengja þær uppá vegg í eldhúsinu, finnst þær fúnkera líka bara einar og sér sem skraut. Ég keypti 3, þessar tvær efstu og þessa sem bollinn stendur á, á myndinni.

 

Þá er það komið í bili en ég geri alveg ráð fyrir 1 eða 2 færslum fyrir jól. Byrja að versla snemma jólaskrautið – og já ég ætla að kaupa helling af því á ALI!

Þangað til næst.

 

 

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: