
Þá eru örugglega margir farnir að plana brúðkaup sumarsins og einhverjir að fara að renna út á tíma til að panta af Ali Express.
Ég pantaði mikið af Ali fyrir brúðkaupið okkar í ágúst s.l. og langaði mig til þess að deila með ykkur því sem ég pantaði ásamt linkum í von um að það nýtist einhverjum sem er á fullu í undirbúningi núna.
Pallíettudúkar
Þessir dúkar eru einstaklega fallegir og settu fallegan svip á nokkur borð hjá okkur
Velúrborðar
Þessa borða notaði ég aðallega fyrir gestagjafirnar, þeir eru einstaklega fallegir og veglegir.
Borðnúmer
Ég notaði þessi borðnúmer, en ég ákvað að spreyja þau í rósargylltum lit. Möguleikarnir eru endalausir!
Körfur
Þessar körfur hentuðu vel inn í litaþemað okkar.
Rammar
Ég keypti svo ramma og setti myndir af ömmum og öfum í þá. Hafði svo tvo á brúðarvendinum mínum og svo voru tveir inni í jakkafötunum hans Halldórs
Seríur
Ég var hrikalega ánægð með þessar seríur, en ég pantaði nokkrar 10 metra seríur. Lýsingin af þeim er hlýleg og notaleg
Gerviblóm
Gerviblómin nýttust í margt en ég keypti allveg nokkrar týpur.
Skúfaskraut
Ég keypti svona skraut, það var mjög fallegt en bíður betri tíma þar sem ég fann engan góðan stað fyrir það í veislusalnum
Kökuskraut
Líkt og með borðnúmerin þá setti ég glimmer á kökuskrautið. Það gleymdist samt að setja það á kökuna, ætli við notum það ekki bara á 10 ára brúðkaupsafmælinu okkar eða eitthvað 🙂
Rör
Pappírsrörin eru alltaf falleg, ég keypti rósargylt í stíl við þemað
Nammibarsskeiðar
Þessar skeiðar hentuðu einstaklega vel fyrir nammibarinn okkar
Nammipokar
Þetta eru fínu nammipokarnir sem við höfum við nammibarinn okkar 🙂
Veifur
Veifurnar skapa svo skemmtilega stemmningu. Þessi seljandi gerir fyrir mann veifur eftir þeim hugmyndum sem maður hefur.
Límbandsstandur
Ég var með rosegold þema og passaði þessi límbandstandur vel inn í það þema, en hann hafði ég hjá gestabókinni svo gestirnir gætu límt myndir af sér inn í hana
Límband
Límbandið sem ég hafði svo í standinum
Pennar
Ég keypti þessa penna fyrir gestabókina
Props
Rosalega veglegt photobooth props – mikið úrval
Herðartré
Ég lét gera herðaté með nöfnunum okkar og brúðkaupsdagsetningu, brúðarkjóllinn minn fær svo að hanga á þessu fallega herðatré. Ég pantaði hvítt herðatré með silfur stöfum.
Klemmur
Klemmurnar nýttust í ýmislegt hjá okkur
Trönur
Þessar trönur notuðum við undir útskýringar varðandi instagram #hashtagið okkar
Gestagjafabox
Hrikalega krúttleg box fyrir gestagjafir
Seríufoss
Svakalega fallegur seríufoss sem ég notaði svo á endanum ekki – ætlaði að hafa hann í bakgrunn fyrir photobooth, en ákvað svo að leigja þannig bakgrunn.
Author Profile

-
Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.
Latest entries
Uncategorized2020.04.07Kókoskúlur
Uncategorized2020.03.26Hugmyndabanki fyrir inniveru
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir HEIMILIÐ
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir UNGLINGINN
Facebook Comments