Afmælishelgin mín // My birthday weekend

Afmælishelgin mín // My birthday weekend

Ég er mikið afmælisbarn og elska að nýta þennan tíma til að borða góðan mat og njóta í góðum félagsskap en minn dagur er 11.maí. Ég held að ég hafi verið sérstaklega spennt fyrir þessum afmælisdegi því að í fyrra vorum við Biggi ný búin að kaupa fyrstu íbúðina okkar. Við vorum á fullu að gera hana upp svo það var enginn tími tekinn í afmælisstúss, en ofan á það fékk ég magabólgu (stressið við íbúðarkaupin!) og gat ekkert borðað, ekki einu sinni afmælisköku!

Afmælið mitt í ár lenti á vinnuhelgi, en ég lét það ekki stoppa mig og nýtti tíman vel á milli vakta.

Þegar ég fór á fætur á sjálfum afmælisdeginum beið mín pakki frammi frá Bigga en það voru Veja strigaskór sem mig hafði lengi langað í (glöggir muna mögulega eftir þeim í óskalistanum mínum, hér). Ekki bara eru þeir vegan og úr ýmsum endurunnum efnum, heldur eru við einnig ættuð úr sama landi, Brasilíu! Þeir eru virkilega þægilegir og hafa verið í mikilli notkun síðan þá.

-English-

I am such a birthday kid, I love taking advantage of this day to enjoy nice foods and good company, but my birthday is 11th may. Last year me and Biggi had bought an apartment just before my birthday so we were busy renovating. There wasn’t much time for birthday stuff so I think I was extra excited for this year. I even got stomach ulcers last year from the stress of apartment hunting, and couldn’t even eat cake! This year my birthday was around a work weekend for me, but it didn’t stop me from making time for fun things.

There was a package waiting for me when I got up in the morning, from Biggi, that turned out to be sneakers from Veja. I have wanted Veja sneakers for a long time and you may remember that I had a pair on my wish list some time ago, here. Not only are they vegan and made from recycled materials, but they are also made in the same country as me, Brazil! They are really comfortable and have been in constant use since.

Skórnir fást í Org Reykjavík, Kringlunni // The shoes can be bought in Org Reykjavik, Kringlan

Það er hefð í vinnunni hjá mér að komið sé með veitingar á afmælisdaginn. Ég pantaði hnallþóru frá 17 sortum en þau eru með mikið úrval af vegan hnallþórum. Vanillubotn með salt karamellu smjörkremi og súkkulaði spæni (sjá hér) varð fyrir valinu að þessu sinni, og sú varð alls ekki fyrir vonbrigðum! Ég átti nægan afgang til að bera hana fram degi seinna þegar vinkonur mínar komu í heimsókn.

-English-

There is a tradition for the birthday kid to bring some food or treats to work so I ordered a cake from 17 sortir as they have a great selection of vegan cakes. I chose a vanilla cake with salted caramel buttercream and chocolate on top (see it here), it did not disappoint! I had plenty to spare for the next day when I had a few friends over.

Eftir vinnu fórum við Biggi út að borða á uppáhalds veitingastaðnum mínum, Burro. Ég er alltaf jafn spennt að borða þar en þeir eru með einn af mínum uppáhalds réttum sem fæst á veitingastað, tofu tacos! Tofu marinerað í hnetusmjörssósu með sýrðu grænmeti..þetta er svo sjúklega gott að ég hef nokkrum sinnum íhugað að vera vandræðalega týpan og panta svona tíu stykki (kannski geri ég það einn daginn).

-English-

Me and Biggi went to my favorite restaurant, Burro, after work. I am always so excited to go there as they have one of my favorite restaurant dishes, tofu tacos! Seriously, it is amazing and sometimes I want to be awkward and order ten (maybe one day I will).

VERO MODA lace top (here)

MY LETRA claw necklace (here)        WHOLESOME CULTURE plant powered necklace (here)

Tofu tacos og mjölbanana flögur með guacamole // Tofu tacos and plantains with guacamole

Reykt sellerýrót // Smoked selleriac

möndlumjólkur ís með berjum og kexi // almond milk ice cream with berries and crumble

Við Zoey reyndum að stilla okkur upp saman en þurfum augljóslega á æfingu að halda // Me and Zoey tried to pose together but we obviously need some practice.

VERO MODA trashpop pants (here)    Shoes are an old gift

Daginn eftir fékk ég vinkonur í heimsókn í smá Eurovision stemningu og pantaði ég veislubakka frá Tokyo sushi fyrir kvöldið. Þeir eru með þennan vegan veislubakka en í hann vantar þó uppáhalds bitana mína, vegan eldfjallarúllu og vegan deluxe. Ég sendi þeim línu með fyrirvara og það var minnsta mál að útbúa bakka sem innihélt þessar rúllur. Við áttum mjög notalegt kvöld og var ég hin ánægðasta með helgina.

-English-

I had a few friends over the next day for to watch Eurovision so I ordered sushi from Tokyo sushi. They have this vegan party tray but it lacks my two favorite sushi bites, vegan volcano and vegan deluxe. I send them an e-mail with notice and it was no problem to order a party tray that includes these bites. We had a really nice evening and I was really happy with my birthday weekend.

*Færslan er ekki kostuð // there was no collaboration

Þar til næst!

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments